Farið sjálfviljug heim! 9. maí 2007 06:00 Valdsvið lögreglunnar 1. Einstaklingar í að minnsta einum af þremur hópum Rúmena ætluðu að vinna hér svart. 2. Hóparnir gátu þó augljóslega ekki framfleytt sér. 3. Enda eru þeir betlarar. 4. Og sváfu í almenningsgörðum. 5. Þá hafa „svona hópar“ oft verið undanfarar glæpagengja í nágrannalöndunum. 6. Lögregla í nágrannalöndunum segir raunar að „svona hópar“ séu oft beinlínis sendir af glæpagengjum. 7. Verslunareigendur höfðu kvartað yfir ónæði af fólkinu og tónlist þess. Þetta eru þær skýringar sem lögregla gefur í fjölmiðlum á þeirri ákvörðun að gefa 21 karli, konu og barni flugmiða „heim“. Öll þáðu þau flugmiðann og fóru „sjálfviljug“, að meðtöldum þeim sem höfðu lent á landinu daginn áður. Lögreglu þótti brýnt að árétta þetta: þau fóru sjálfviljug en var ekki „vísað úr landi“ – en um leið er skýrt tekið fram að lagaheimildir til brottvísunar hafi þó verið til staðar. Í samtölum við fjölmiðla virðist fulltrúum lögreglu hins vegar hafa láðst að nefna þessar lagaheimildir. Nú er ljóst að tekjur Rúmenanna af „böski“ – því að spila tónlist á almannafæri gegn frjálsum framlögum vegfarenda, sem er annað en að betla – hefðu aldrei orðið himinháar. Raunar trúlega ekki farið yfir skattleysismörk. Á mælistiku fjármálahverfisins þar sem lögreglan er nú til húsa heitir það kannski ekki framfærsla – en þó er varla hvort tveggja skæður vandi í senn, að tekjur Rúmenanna séu lágar og að þær séu svartar. Afsakið, að tekjur þeirra yrðu lágar og svartar, því hér var um ætlaðan ásetning að ræða, en ekki unninn glæp. Ummæli um reynslu annarra af „svona hópum“ vildu fulltrúar lögreglu sjálfsagt aldrei hafa misst út úr sér. Eða hvort á lögreglan við fátæklinga almennt, þegar hún vísar til „svona hópa“, eða sígauna sérstaklega? Þá standa eftir þeir tveir liðir úr skýringum lögreglu í fjölmiðlum, að fólkið hafi sofið í almenningsgörðum og valdið verslunareigendum ónæði. Ég þekki ekki lög um almenningsgarða, hér getur þó verið að lögregla vísi til hugmynda um almenna reglu, sem ekki ber að raska. Ef sýnt þótti að hver ein og einasta manneskja úr hópunum þremur hefði brotið lög svo kallaði á afskipti lögreglu (enda stafaði ógn af svefni fólksins), hví var þá ekki lögð fram kæra? Hví voru þau ekki færð í fangaklefa eða í allra versta falli vísað úr landi? Sé hin raunverulega ástæða þess að ríkissjóður greiddi fyrir flugmiða fólksins „heim“ það ónæði sem verslunareigendur urðu fyrir, vil ég minnast á ónæðið sem verslunareigendur í landinu hafa valdið mér. Mér finnst ég engan frið fá fyrir ásælni þeirra í peninga mína. Verði slík ábending til þess að lögreglan sendi alla verslunareigendur sjálfviljuga burt úr landinu má líklega segja að hér sé í gildi einhvers konar almenn regla. Slík regla, að senda burt héðan alla sem einhverjum öðrum finnst ónæði af, væri hreint dásamlega fráleit en hún væri þó almenn regla. Þá væri ekki hægt að saka opið lýðræðisríki sem stærir sig af toppsæti á listum yfir frjálsustu samfélög heims, um að handvelja einstaklinga inn og út úr landinu eftir geðþótta embættismanna og annarra handhafa ríkisvalds. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. Þar er lagarammi oft nógu víður til að yfirvöld geta í hverju fótmáli ákveðið að aðhafast eða aðhafast ekki, og beita sem viðmiði óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum, sem aldrei þarf að nefna upphátt. Á 20. öld komu slík ríki ýmsum minnihlutahópum í glöggan skilning um þeirra eigin vilja til að vera annars staðar. Orðið yfir slík ríki felur í sér of forkastanlega lýsingu á stjórnarfari til að nefna það í samhengi við Ísland á fallegum vordegi, rétt fyrir kosningar. Ef skýr, almenn regla er að baki hreppaflutningunum, regla sem lögreglunni láðist einfaldlega að nefna – fullnægjandi, siðleg og knýjandi lagastoð þess að sannfæra 20 tónlistarmenn og eitt barn um að fara sjálfviljug úr landi með hljóðfærin sín – regla sem er ekki skömm að nefna á nafn og greinir tilfelli þeirra með afgerandi hætti frá þeim, til dæmis, sem fá á tíu dögum ríkisborgararétt „þegar skortur á íslensku ríkisfangi er þeim til trafala“ – verður mér létt. Þá er enn skarpur greinarmunur á opnum, frjálsum lýðræðisríkjum sem taka alþjóðaskuldbindingar og mannréttindi alvarlega, og öðrum. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir vorinu. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir 12. maí, þessi grunur um skelfilega, skelfilega hræsni, þegar við horfum á Eurovision, opnum Listahátíð og göngum til kosninga. Höfundur er heimspekingur. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Valdsvið lögreglunnar 1. Einstaklingar í að minnsta einum af þremur hópum Rúmena ætluðu að vinna hér svart. 2. Hóparnir gátu þó augljóslega ekki framfleytt sér. 3. Enda eru þeir betlarar. 4. Og sváfu í almenningsgörðum. 5. Þá hafa „svona hópar“ oft verið undanfarar glæpagengja í nágrannalöndunum. 6. Lögregla í nágrannalöndunum segir raunar að „svona hópar“ séu oft beinlínis sendir af glæpagengjum. 7. Verslunareigendur höfðu kvartað yfir ónæði af fólkinu og tónlist þess. Þetta eru þær skýringar sem lögregla gefur í fjölmiðlum á þeirri ákvörðun að gefa 21 karli, konu og barni flugmiða „heim“. Öll þáðu þau flugmiðann og fóru „sjálfviljug“, að meðtöldum þeim sem höfðu lent á landinu daginn áður. Lögreglu þótti brýnt að árétta þetta: þau fóru sjálfviljug en var ekki „vísað úr landi“ – en um leið er skýrt tekið fram að lagaheimildir til brottvísunar hafi þó verið til staðar. Í samtölum við fjölmiðla virðist fulltrúum lögreglu hins vegar hafa láðst að nefna þessar lagaheimildir. Nú er ljóst að tekjur Rúmenanna af „böski“ – því að spila tónlist á almannafæri gegn frjálsum framlögum vegfarenda, sem er annað en að betla – hefðu aldrei orðið himinháar. Raunar trúlega ekki farið yfir skattleysismörk. Á mælistiku fjármálahverfisins þar sem lögreglan er nú til húsa heitir það kannski ekki framfærsla – en þó er varla hvort tveggja skæður vandi í senn, að tekjur Rúmenanna séu lágar og að þær séu svartar. Afsakið, að tekjur þeirra yrðu lágar og svartar, því hér var um ætlaðan ásetning að ræða, en ekki unninn glæp. Ummæli um reynslu annarra af „svona hópum“ vildu fulltrúar lögreglu sjálfsagt aldrei hafa misst út úr sér. Eða hvort á lögreglan við fátæklinga almennt, þegar hún vísar til „svona hópa“, eða sígauna sérstaklega? Þá standa eftir þeir tveir liðir úr skýringum lögreglu í fjölmiðlum, að fólkið hafi sofið í almenningsgörðum og valdið verslunareigendum ónæði. Ég þekki ekki lög um almenningsgarða, hér getur þó verið að lögregla vísi til hugmynda um almenna reglu, sem ekki ber að raska. Ef sýnt þótti að hver ein og einasta manneskja úr hópunum þremur hefði brotið lög svo kallaði á afskipti lögreglu (enda stafaði ógn af svefni fólksins), hví var þá ekki lögð fram kæra? Hví voru þau ekki færð í fangaklefa eða í allra versta falli vísað úr landi? Sé hin raunverulega ástæða þess að ríkissjóður greiddi fyrir flugmiða fólksins „heim“ það ónæði sem verslunareigendur urðu fyrir, vil ég minnast á ónæðið sem verslunareigendur í landinu hafa valdið mér. Mér finnst ég engan frið fá fyrir ásælni þeirra í peninga mína. Verði slík ábending til þess að lögreglan sendi alla verslunareigendur sjálfviljuga burt úr landinu má líklega segja að hér sé í gildi einhvers konar almenn regla. Slík regla, að senda burt héðan alla sem einhverjum öðrum finnst ónæði af, væri hreint dásamlega fráleit en hún væri þó almenn regla. Þá væri ekki hægt að saka opið lýðræðisríki sem stærir sig af toppsæti á listum yfir frjálsustu samfélög heims, um að handvelja einstaklinga inn og út úr landinu eftir geðþótta embættismanna og annarra handhafa ríkisvalds. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. Þar er lagarammi oft nógu víður til að yfirvöld geta í hverju fótmáli ákveðið að aðhafast eða aðhafast ekki, og beita sem viðmiði óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum, sem aldrei þarf að nefna upphátt. Á 20. öld komu slík ríki ýmsum minnihlutahópum í glöggan skilning um þeirra eigin vilja til að vera annars staðar. Orðið yfir slík ríki felur í sér of forkastanlega lýsingu á stjórnarfari til að nefna það í samhengi við Ísland á fallegum vordegi, rétt fyrir kosningar. Ef skýr, almenn regla er að baki hreppaflutningunum, regla sem lögreglunni láðist einfaldlega að nefna – fullnægjandi, siðleg og knýjandi lagastoð þess að sannfæra 20 tónlistarmenn og eitt barn um að fara sjálfviljug úr landi með hljóðfærin sín – regla sem er ekki skömm að nefna á nafn og greinir tilfelli þeirra með afgerandi hætti frá þeim, til dæmis, sem fá á tíu dögum ríkisborgararétt „þegar skortur á íslensku ríkisfangi er þeim til trafala“ – verður mér létt. Þá er enn skarpur greinarmunur á opnum, frjálsum lýðræðisríkjum sem taka alþjóðaskuldbindingar og mannréttindi alvarlega, og öðrum. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir vorinu. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir 12. maí, þessi grunur um skelfilega, skelfilega hræsni, þegar við horfum á Eurovision, opnum Listahátíð og göngum til kosninga. Höfundur er heimspekingur. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun