Farið sjálfviljug heim! 9. maí 2007 06:00 Valdsvið lögreglunnar 1. Einstaklingar í að minnsta einum af þremur hópum Rúmena ætluðu að vinna hér svart. 2. Hóparnir gátu þó augljóslega ekki framfleytt sér. 3. Enda eru þeir betlarar. 4. Og sváfu í almenningsgörðum. 5. Þá hafa „svona hópar“ oft verið undanfarar glæpagengja í nágrannalöndunum. 6. Lögregla í nágrannalöndunum segir raunar að „svona hópar“ séu oft beinlínis sendir af glæpagengjum. 7. Verslunareigendur höfðu kvartað yfir ónæði af fólkinu og tónlist þess. Þetta eru þær skýringar sem lögregla gefur í fjölmiðlum á þeirri ákvörðun að gefa 21 karli, konu og barni flugmiða „heim“. Öll þáðu þau flugmiðann og fóru „sjálfviljug“, að meðtöldum þeim sem höfðu lent á landinu daginn áður. Lögreglu þótti brýnt að árétta þetta: þau fóru sjálfviljug en var ekki „vísað úr landi“ – en um leið er skýrt tekið fram að lagaheimildir til brottvísunar hafi þó verið til staðar. Í samtölum við fjölmiðla virðist fulltrúum lögreglu hins vegar hafa láðst að nefna þessar lagaheimildir. Nú er ljóst að tekjur Rúmenanna af „böski“ – því að spila tónlist á almannafæri gegn frjálsum framlögum vegfarenda, sem er annað en að betla – hefðu aldrei orðið himinháar. Raunar trúlega ekki farið yfir skattleysismörk. Á mælistiku fjármálahverfisins þar sem lögreglan er nú til húsa heitir það kannski ekki framfærsla – en þó er varla hvort tveggja skæður vandi í senn, að tekjur Rúmenanna séu lágar og að þær séu svartar. Afsakið, að tekjur þeirra yrðu lágar og svartar, því hér var um ætlaðan ásetning að ræða, en ekki unninn glæp. Ummæli um reynslu annarra af „svona hópum“ vildu fulltrúar lögreglu sjálfsagt aldrei hafa misst út úr sér. Eða hvort á lögreglan við fátæklinga almennt, þegar hún vísar til „svona hópa“, eða sígauna sérstaklega? Þá standa eftir þeir tveir liðir úr skýringum lögreglu í fjölmiðlum, að fólkið hafi sofið í almenningsgörðum og valdið verslunareigendum ónæði. Ég þekki ekki lög um almenningsgarða, hér getur þó verið að lögregla vísi til hugmynda um almenna reglu, sem ekki ber að raska. Ef sýnt þótti að hver ein og einasta manneskja úr hópunum þremur hefði brotið lög svo kallaði á afskipti lögreglu (enda stafaði ógn af svefni fólksins), hví var þá ekki lögð fram kæra? Hví voru þau ekki færð í fangaklefa eða í allra versta falli vísað úr landi? Sé hin raunverulega ástæða þess að ríkissjóður greiddi fyrir flugmiða fólksins „heim“ það ónæði sem verslunareigendur urðu fyrir, vil ég minnast á ónæðið sem verslunareigendur í landinu hafa valdið mér. Mér finnst ég engan frið fá fyrir ásælni þeirra í peninga mína. Verði slík ábending til þess að lögreglan sendi alla verslunareigendur sjálfviljuga burt úr landinu má líklega segja að hér sé í gildi einhvers konar almenn regla. Slík regla, að senda burt héðan alla sem einhverjum öðrum finnst ónæði af, væri hreint dásamlega fráleit en hún væri þó almenn regla. Þá væri ekki hægt að saka opið lýðræðisríki sem stærir sig af toppsæti á listum yfir frjálsustu samfélög heims, um að handvelja einstaklinga inn og út úr landinu eftir geðþótta embættismanna og annarra handhafa ríkisvalds. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. Þar er lagarammi oft nógu víður til að yfirvöld geta í hverju fótmáli ákveðið að aðhafast eða aðhafast ekki, og beita sem viðmiði óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum, sem aldrei þarf að nefna upphátt. Á 20. öld komu slík ríki ýmsum minnihlutahópum í glöggan skilning um þeirra eigin vilja til að vera annars staðar. Orðið yfir slík ríki felur í sér of forkastanlega lýsingu á stjórnarfari til að nefna það í samhengi við Ísland á fallegum vordegi, rétt fyrir kosningar. Ef skýr, almenn regla er að baki hreppaflutningunum, regla sem lögreglunni láðist einfaldlega að nefna – fullnægjandi, siðleg og knýjandi lagastoð þess að sannfæra 20 tónlistarmenn og eitt barn um að fara sjálfviljug úr landi með hljóðfærin sín – regla sem er ekki skömm að nefna á nafn og greinir tilfelli þeirra með afgerandi hætti frá þeim, til dæmis, sem fá á tíu dögum ríkisborgararétt „þegar skortur á íslensku ríkisfangi er þeim til trafala“ – verður mér létt. Þá er enn skarpur greinarmunur á opnum, frjálsum lýðræðisríkjum sem taka alþjóðaskuldbindingar og mannréttindi alvarlega, og öðrum. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir vorinu. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir 12. maí, þessi grunur um skelfilega, skelfilega hræsni, þegar við horfum á Eurovision, opnum Listahátíð og göngum til kosninga. Höfundur er heimspekingur. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Valdsvið lögreglunnar 1. Einstaklingar í að minnsta einum af þremur hópum Rúmena ætluðu að vinna hér svart. 2. Hóparnir gátu þó augljóslega ekki framfleytt sér. 3. Enda eru þeir betlarar. 4. Og sváfu í almenningsgörðum. 5. Þá hafa „svona hópar“ oft verið undanfarar glæpagengja í nágrannalöndunum. 6. Lögregla í nágrannalöndunum segir raunar að „svona hópar“ séu oft beinlínis sendir af glæpagengjum. 7. Verslunareigendur höfðu kvartað yfir ónæði af fólkinu og tónlist þess. Þetta eru þær skýringar sem lögregla gefur í fjölmiðlum á þeirri ákvörðun að gefa 21 karli, konu og barni flugmiða „heim“. Öll þáðu þau flugmiðann og fóru „sjálfviljug“, að meðtöldum þeim sem höfðu lent á landinu daginn áður. Lögreglu þótti brýnt að árétta þetta: þau fóru sjálfviljug en var ekki „vísað úr landi“ – en um leið er skýrt tekið fram að lagaheimildir til brottvísunar hafi þó verið til staðar. Í samtölum við fjölmiðla virðist fulltrúum lögreglu hins vegar hafa láðst að nefna þessar lagaheimildir. Nú er ljóst að tekjur Rúmenanna af „böski“ – því að spila tónlist á almannafæri gegn frjálsum framlögum vegfarenda, sem er annað en að betla – hefðu aldrei orðið himinháar. Raunar trúlega ekki farið yfir skattleysismörk. Á mælistiku fjármálahverfisins þar sem lögreglan er nú til húsa heitir það kannski ekki framfærsla – en þó er varla hvort tveggja skæður vandi í senn, að tekjur Rúmenanna séu lágar og að þær séu svartar. Afsakið, að tekjur þeirra yrðu lágar og svartar, því hér var um ætlaðan ásetning að ræða, en ekki unninn glæp. Ummæli um reynslu annarra af „svona hópum“ vildu fulltrúar lögreglu sjálfsagt aldrei hafa misst út úr sér. Eða hvort á lögreglan við fátæklinga almennt, þegar hún vísar til „svona hópa“, eða sígauna sérstaklega? Þá standa eftir þeir tveir liðir úr skýringum lögreglu í fjölmiðlum, að fólkið hafi sofið í almenningsgörðum og valdið verslunareigendum ónæði. Ég þekki ekki lög um almenningsgarða, hér getur þó verið að lögregla vísi til hugmynda um almenna reglu, sem ekki ber að raska. Ef sýnt þótti að hver ein og einasta manneskja úr hópunum þremur hefði brotið lög svo kallaði á afskipti lögreglu (enda stafaði ógn af svefni fólksins), hví var þá ekki lögð fram kæra? Hví voru þau ekki færð í fangaklefa eða í allra versta falli vísað úr landi? Sé hin raunverulega ástæða þess að ríkissjóður greiddi fyrir flugmiða fólksins „heim“ það ónæði sem verslunareigendur urðu fyrir, vil ég minnast á ónæðið sem verslunareigendur í landinu hafa valdið mér. Mér finnst ég engan frið fá fyrir ásælni þeirra í peninga mína. Verði slík ábending til þess að lögreglan sendi alla verslunareigendur sjálfviljuga burt úr landinu má líklega segja að hér sé í gildi einhvers konar almenn regla. Slík regla, að senda burt héðan alla sem einhverjum öðrum finnst ónæði af, væri hreint dásamlega fráleit en hún væri þó almenn regla. Þá væri ekki hægt að saka opið lýðræðisríki sem stærir sig af toppsæti á listum yfir frjálsustu samfélög heims, um að handvelja einstaklinga inn og út úr landinu eftir geðþótta embættismanna og annarra handhafa ríkisvalds. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. Þar er lagarammi oft nógu víður til að yfirvöld geta í hverju fótmáli ákveðið að aðhafast eða aðhafast ekki, og beita sem viðmiði óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum, sem aldrei þarf að nefna upphátt. Á 20. öld komu slík ríki ýmsum minnihlutahópum í glöggan skilning um þeirra eigin vilja til að vera annars staðar. Orðið yfir slík ríki felur í sér of forkastanlega lýsingu á stjórnarfari til að nefna það í samhengi við Ísland á fallegum vordegi, rétt fyrir kosningar. Ef skýr, almenn regla er að baki hreppaflutningunum, regla sem lögreglunni láðist einfaldlega að nefna – fullnægjandi, siðleg og knýjandi lagastoð þess að sannfæra 20 tónlistarmenn og eitt barn um að fara sjálfviljug úr landi með hljóðfærin sín – regla sem er ekki skömm að nefna á nafn og greinir tilfelli þeirra með afgerandi hætti frá þeim, til dæmis, sem fá á tíu dögum ríkisborgararétt „þegar skortur á íslensku ríkisfangi er þeim til trafala“ – verður mér létt. Þá er enn skarpur greinarmunur á opnum, frjálsum lýðræðisríkjum sem taka alþjóðaskuldbindingar og mannréttindi alvarlega, og öðrum. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir vorinu. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir 12. maí, þessi grunur um skelfilega, skelfilega hræsni, þegar við horfum á Eurovision, opnum Listahátíð og göngum til kosninga. Höfundur er heimspekingur. Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun