Óviðunandi hagur 8. maí 2007 06:00 Höfundar þessarar greinar hafa sýnt með margvíslegum hætti á liðnum misserum að hagur stórs hóps eldri borgara á Íslandi hefur ekki verið með þeim hætti sem skyldi. Lífeyrisþegar hafa dregist afturúr öðrum þjóðfélagshópum. Fernt hefur ráðið mestu um það. Í fyrsta lagi hefur sá hluti lífeyris frá almannatryggingum sem flestir fá (grunnlífeyrir og tekjutrygging eins og hún var skilgreind til ársins 2006) ekki aukist jafn hratt og lágmarkslaun, meðaltekjur og hærri tekjur á vinnumarkaði. Í öðru lagi hafa tekjur úr flestum lífeyrissjóðum fylgt verðlagi frá ári til árs en ekki kaupmáttarþróuninni í samfélaginu. Vegna þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur frá 1995 hefur þessi þáttur lífeyristekna dregist afturúr tekjum á vinnumarkaði. Í þriðja lagi hafa skerðingarákvæði vegna greiðslna frá Tryggingastofnun valdið því að ellilífeyrisþegi heldur minna eftir af tekjum sínum úr lífeyrissjóði en eðlilegt getur talist. Í fjórða lagi hefur skattbyrði lífeyrisþega og þeirra sem lægstar hafa tekjurnar aukist mun meira en hjá öðrum tekjuhópum. Það varð vegna rýrnunar skattleysismarka að raungildi. Lífeyrisþegar hafa alla jafna lægri tekjur en fólk á vinnumarkaði og slíkir hópar eru viðkvæmari fyrir raunlækkun skattleysismarkanna en fólk með hærri tekjur. Skattleysismörk eru nú 90.000 krónur á mánuði en ættu að vera hærri en 140.000 krónur ef þau hefðu haldið gildi sínu miðað við launavísitölu frá 1988. Ofangreind þróun hefur leitt til þess að hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna dæmigerðs ellilífeyrisþega með t.d. um 53 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði og greiðslur almannatrygginga, hefur verið mun minni en varð hjá meðaltekjufólki og hátekjufólki á síðasta áratug. Þannig hafa ráðstöfunartekjur hans hækkað um u.þ.b. 20% frá árinu 1995 á meðan hækkunin er sögð yfir 60% fyrir heimilin í landinu. Þegar þessi þróun er höfð í huga vekur furðu að stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands skuli halda því ítrekað fram, að kjör íslenskra lífeyrisþega séu betri en er hjá sambærilegum hópum í grannríkjunum. Það er gert með tilvísunum í talnaefni, m.a frá ráðuneytum, sem er ósambærilegt og villandi. Við höfum í fyrri grein bent á annað efni sem sýnir hið gagnstæða, en í því voru notaðar sambærilegri reikniaðferðir. Fleira mætti tína til um það. Nýleg skoðanakönnun Gallup um mat einstaklinga á hvort kjör þeirra hafi batnað, staðið í stað eða versnað styður niðurstöður okkar fyllilega. Fólk finnur þessa þróun á eigin skinni. Mun færri í hópi eldri svarenda telja kjör sín hafa batnað á sl. 4 árum en er meðal þjóðarinnar alls og mun fleiri úr hópi eldri svarenda segja kjör sín hafa staðið í stað eða versnað. Þetta er afleitur vitnisburður um misjafna kjaraþróun á góðæristíma í samfélaginu. Enginn skyldi því leggja trúnað á tal um að lífeyriskjör eldri borgara séu almennt betri hér á landi en í grannríkjunum. Það er væntanlega sagt til að fela ofangreinda þróun lífeyriskjara og réttlæta áframhaldandi sinnuleysi stjórnvalda um hag lífeyrisþega. Einar Árnason er hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Ólafur ólafsson Ólafur Ólafsson er formaður LEB og fyrrverandi landlæknir Stefán Ólafsson Stefán Ólafsson er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Höfundar þessarar greinar hafa sýnt með margvíslegum hætti á liðnum misserum að hagur stórs hóps eldri borgara á Íslandi hefur ekki verið með þeim hætti sem skyldi. Lífeyrisþegar hafa dregist afturúr öðrum þjóðfélagshópum. Fernt hefur ráðið mestu um það. Í fyrsta lagi hefur sá hluti lífeyris frá almannatryggingum sem flestir fá (grunnlífeyrir og tekjutrygging eins og hún var skilgreind til ársins 2006) ekki aukist jafn hratt og lágmarkslaun, meðaltekjur og hærri tekjur á vinnumarkaði. Í öðru lagi hafa tekjur úr flestum lífeyrissjóðum fylgt verðlagi frá ári til árs en ekki kaupmáttarþróuninni í samfélaginu. Vegna þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur frá 1995 hefur þessi þáttur lífeyristekna dregist afturúr tekjum á vinnumarkaði. Í þriðja lagi hafa skerðingarákvæði vegna greiðslna frá Tryggingastofnun valdið því að ellilífeyrisþegi heldur minna eftir af tekjum sínum úr lífeyrissjóði en eðlilegt getur talist. Í fjórða lagi hefur skattbyrði lífeyrisþega og þeirra sem lægstar hafa tekjurnar aukist mun meira en hjá öðrum tekjuhópum. Það varð vegna rýrnunar skattleysismarka að raungildi. Lífeyrisþegar hafa alla jafna lægri tekjur en fólk á vinnumarkaði og slíkir hópar eru viðkvæmari fyrir raunlækkun skattleysismarkanna en fólk með hærri tekjur. Skattleysismörk eru nú 90.000 krónur á mánuði en ættu að vera hærri en 140.000 krónur ef þau hefðu haldið gildi sínu miðað við launavísitölu frá 1988. Ofangreind þróun hefur leitt til þess að hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna dæmigerðs ellilífeyrisþega með t.d. um 53 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði og greiðslur almannatrygginga, hefur verið mun minni en varð hjá meðaltekjufólki og hátekjufólki á síðasta áratug. Þannig hafa ráðstöfunartekjur hans hækkað um u.þ.b. 20% frá árinu 1995 á meðan hækkunin er sögð yfir 60% fyrir heimilin í landinu. Þegar þessi þróun er höfð í huga vekur furðu að stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands skuli halda því ítrekað fram, að kjör íslenskra lífeyrisþega séu betri en er hjá sambærilegum hópum í grannríkjunum. Það er gert með tilvísunum í talnaefni, m.a frá ráðuneytum, sem er ósambærilegt og villandi. Við höfum í fyrri grein bent á annað efni sem sýnir hið gagnstæða, en í því voru notaðar sambærilegri reikniaðferðir. Fleira mætti tína til um það. Nýleg skoðanakönnun Gallup um mat einstaklinga á hvort kjör þeirra hafi batnað, staðið í stað eða versnað styður niðurstöður okkar fyllilega. Fólk finnur þessa þróun á eigin skinni. Mun færri í hópi eldri svarenda telja kjör sín hafa batnað á sl. 4 árum en er meðal þjóðarinnar alls og mun fleiri úr hópi eldri svarenda segja kjör sín hafa staðið í stað eða versnað. Þetta er afleitur vitnisburður um misjafna kjaraþróun á góðæristíma í samfélaginu. Enginn skyldi því leggja trúnað á tal um að lífeyriskjör eldri borgara séu almennt betri hér á landi en í grannríkjunum. Það er væntanlega sagt til að fela ofangreinda þróun lífeyriskjara og réttlæta áframhaldandi sinnuleysi stjórnvalda um hag lífeyrisþega. Einar Árnason er hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Ólafur ólafsson Ólafur Ólafsson er formaður LEB og fyrrverandi landlæknir Stefán Ólafsson Stefán Ólafsson er prófessor við Háskóla Íslands.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun