Óviðunandi hagur 8. maí 2007 06:00 Höfundar þessarar greinar hafa sýnt með margvíslegum hætti á liðnum misserum að hagur stórs hóps eldri borgara á Íslandi hefur ekki verið með þeim hætti sem skyldi. Lífeyrisþegar hafa dregist afturúr öðrum þjóðfélagshópum. Fernt hefur ráðið mestu um það. Í fyrsta lagi hefur sá hluti lífeyris frá almannatryggingum sem flestir fá (grunnlífeyrir og tekjutrygging eins og hún var skilgreind til ársins 2006) ekki aukist jafn hratt og lágmarkslaun, meðaltekjur og hærri tekjur á vinnumarkaði. Í öðru lagi hafa tekjur úr flestum lífeyrissjóðum fylgt verðlagi frá ári til árs en ekki kaupmáttarþróuninni í samfélaginu. Vegna þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur frá 1995 hefur þessi þáttur lífeyristekna dregist afturúr tekjum á vinnumarkaði. Í þriðja lagi hafa skerðingarákvæði vegna greiðslna frá Tryggingastofnun valdið því að ellilífeyrisþegi heldur minna eftir af tekjum sínum úr lífeyrissjóði en eðlilegt getur talist. Í fjórða lagi hefur skattbyrði lífeyrisþega og þeirra sem lægstar hafa tekjurnar aukist mun meira en hjá öðrum tekjuhópum. Það varð vegna rýrnunar skattleysismarka að raungildi. Lífeyrisþegar hafa alla jafna lægri tekjur en fólk á vinnumarkaði og slíkir hópar eru viðkvæmari fyrir raunlækkun skattleysismarkanna en fólk með hærri tekjur. Skattleysismörk eru nú 90.000 krónur á mánuði en ættu að vera hærri en 140.000 krónur ef þau hefðu haldið gildi sínu miðað við launavísitölu frá 1988. Ofangreind þróun hefur leitt til þess að hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna dæmigerðs ellilífeyrisþega með t.d. um 53 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði og greiðslur almannatrygginga, hefur verið mun minni en varð hjá meðaltekjufólki og hátekjufólki á síðasta áratug. Þannig hafa ráðstöfunartekjur hans hækkað um u.þ.b. 20% frá árinu 1995 á meðan hækkunin er sögð yfir 60% fyrir heimilin í landinu. Þegar þessi þróun er höfð í huga vekur furðu að stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands skuli halda því ítrekað fram, að kjör íslenskra lífeyrisþega séu betri en er hjá sambærilegum hópum í grannríkjunum. Það er gert með tilvísunum í talnaefni, m.a frá ráðuneytum, sem er ósambærilegt og villandi. Við höfum í fyrri grein bent á annað efni sem sýnir hið gagnstæða, en í því voru notaðar sambærilegri reikniaðferðir. Fleira mætti tína til um það. Nýleg skoðanakönnun Gallup um mat einstaklinga á hvort kjör þeirra hafi batnað, staðið í stað eða versnað styður niðurstöður okkar fyllilega. Fólk finnur þessa þróun á eigin skinni. Mun færri í hópi eldri svarenda telja kjör sín hafa batnað á sl. 4 árum en er meðal þjóðarinnar alls og mun fleiri úr hópi eldri svarenda segja kjör sín hafa staðið í stað eða versnað. Þetta er afleitur vitnisburður um misjafna kjaraþróun á góðæristíma í samfélaginu. Enginn skyldi því leggja trúnað á tal um að lífeyriskjör eldri borgara séu almennt betri hér á landi en í grannríkjunum. Það er væntanlega sagt til að fela ofangreinda þróun lífeyriskjara og réttlæta áframhaldandi sinnuleysi stjórnvalda um hag lífeyrisþega. Einar Árnason er hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Ólafur ólafsson Ólafur Ólafsson er formaður LEB og fyrrverandi landlæknir Stefán Ólafsson Stefán Ólafsson er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Höfundar þessarar greinar hafa sýnt með margvíslegum hætti á liðnum misserum að hagur stórs hóps eldri borgara á Íslandi hefur ekki verið með þeim hætti sem skyldi. Lífeyrisþegar hafa dregist afturúr öðrum þjóðfélagshópum. Fernt hefur ráðið mestu um það. Í fyrsta lagi hefur sá hluti lífeyris frá almannatryggingum sem flestir fá (grunnlífeyrir og tekjutrygging eins og hún var skilgreind til ársins 2006) ekki aukist jafn hratt og lágmarkslaun, meðaltekjur og hærri tekjur á vinnumarkaði. Í öðru lagi hafa tekjur úr flestum lífeyrissjóðum fylgt verðlagi frá ári til árs en ekki kaupmáttarþróuninni í samfélaginu. Vegna þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur frá 1995 hefur þessi þáttur lífeyristekna dregist afturúr tekjum á vinnumarkaði. Í þriðja lagi hafa skerðingarákvæði vegna greiðslna frá Tryggingastofnun valdið því að ellilífeyrisþegi heldur minna eftir af tekjum sínum úr lífeyrissjóði en eðlilegt getur talist. Í fjórða lagi hefur skattbyrði lífeyrisþega og þeirra sem lægstar hafa tekjurnar aukist mun meira en hjá öðrum tekjuhópum. Það varð vegna rýrnunar skattleysismarka að raungildi. Lífeyrisþegar hafa alla jafna lægri tekjur en fólk á vinnumarkaði og slíkir hópar eru viðkvæmari fyrir raunlækkun skattleysismarkanna en fólk með hærri tekjur. Skattleysismörk eru nú 90.000 krónur á mánuði en ættu að vera hærri en 140.000 krónur ef þau hefðu haldið gildi sínu miðað við launavísitölu frá 1988. Ofangreind þróun hefur leitt til þess að hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna dæmigerðs ellilífeyrisþega með t.d. um 53 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði og greiðslur almannatrygginga, hefur verið mun minni en varð hjá meðaltekjufólki og hátekjufólki á síðasta áratug. Þannig hafa ráðstöfunartekjur hans hækkað um u.þ.b. 20% frá árinu 1995 á meðan hækkunin er sögð yfir 60% fyrir heimilin í landinu. Þegar þessi þróun er höfð í huga vekur furðu að stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands skuli halda því ítrekað fram, að kjör íslenskra lífeyrisþega séu betri en er hjá sambærilegum hópum í grannríkjunum. Það er gert með tilvísunum í talnaefni, m.a frá ráðuneytum, sem er ósambærilegt og villandi. Við höfum í fyrri grein bent á annað efni sem sýnir hið gagnstæða, en í því voru notaðar sambærilegri reikniaðferðir. Fleira mætti tína til um það. Nýleg skoðanakönnun Gallup um mat einstaklinga á hvort kjör þeirra hafi batnað, staðið í stað eða versnað styður niðurstöður okkar fyllilega. Fólk finnur þessa þróun á eigin skinni. Mun færri í hópi eldri svarenda telja kjör sín hafa batnað á sl. 4 árum en er meðal þjóðarinnar alls og mun fleiri úr hópi eldri svarenda segja kjör sín hafa staðið í stað eða versnað. Þetta er afleitur vitnisburður um misjafna kjaraþróun á góðæristíma í samfélaginu. Enginn skyldi því leggja trúnað á tal um að lífeyriskjör eldri borgara séu almennt betri hér á landi en í grannríkjunum. Það er væntanlega sagt til að fela ofangreinda þróun lífeyriskjara og réttlæta áframhaldandi sinnuleysi stjórnvalda um hag lífeyrisþega. Einar Árnason er hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Ólafur ólafsson Ólafur Ólafsson er formaður LEB og fyrrverandi landlæknir Stefán Ólafsson Stefán Ólafsson er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar