„Landið á part í mér“ 5. maí 2007 00:00 myndlist Ein ljósmynda Gilles á sýningunni í Hafnarborg. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar og hafnarborgar Það stefnir í sýningarlok í Hafnarborg á ljósmyndasýningu franska tískuljósmyndarans Gilles Bensimon en henni lýkur á sunnudag. Hann er loksins kominn að sjá hana og í stuttri heimsókn sinni hingað að þessu sinni gerir hann margt í einu: sér uppstillinguna á verkum frá ferli sínum í Hafnarborg sem hann er sérdeilis ánægður með, svo að hann myndar upphenginguna í bak og fyrir og hrósar starfsfólki Hafnarborgar í hástert. Hann ætlar að líta á sýningar vinkonu sinnar Roni Horn og svo er hann hér til að undirbúa leiðangur hingað upp í júní. Það er ekki fyrsta heimsókn þessa fræga og virta ljósmyndara til Íslands. Hér hefur hann verið nánast árlegur gestur, eins og farfuglarnir: „Ég komst ekki í fyrra," segir hann afsakandi. „Ég hef verið hér sextán sautján sinnum." Nokkrar ljósmyndanna á sýningunni eru því til sönnunar, rengluleg stúlka mikið máluð umvafin ullarflík stendur frammi fyrir myndarlegu fjárhúsi, fjöll, sandur. Allt er þetta íslenskt. Gamall vinur Gilles, Ari Alexander, hefur jafnan verið honum innan handar þegar ljósmyndarinn hefur komið hingað með samstarfsfólk sitt og fyrirsætur: „Hann hefur birt opnur eftir opnur árlega frá Íslandi." Gilles hefur búið í New York í tuttugu og fimm ár og verið listrænn stjórnandi á Vogue. Hann hefur unnið með öllum frægustu fyrirsætum heims. Sumir segja hann hafa smíðað fyrirbærið súpermódel. Sýningin í Hafnarborg leiðir í ljós að myndefnið er ekki bara kona í fötum, heldur frekar bakgrunnurinn, áferðin og litirnir. „Það er eitthvað hér sem dregur mig," segir hann. „Amma mín var frá Bretagne og það kann að skýra það að ég á hér einhvern veginn heima. Þetta er einstakt land og ég hef alltaf ætlað mér að koma hingað til annars en vinnu. Ég læt menn oft keyra áfram frá þeim stöðum sem ákveðnir eru, bara eitthvað vegna þess að það er alltaf eitthvað nýtt sem ber fyrir augu." Hefur maður með þetta svið látið af tökum á myndavélar með filmu? „Já alveg, fyrir fjórum árum. Ég tek allt stafrænt núna. Ég mynda líka miklu, miklu meira en áður. Við erum alltaf að syrgja liðna tækni. En hún breytist svo hratt. Langafi minn var sýningarmaður hjá Lumiere-bræðrum sem voru brautryðjendur í kvikmyndagerð. Tíminn líður og tæknin breytist." Sýningin er á tveimur hæðum í Hafnarborg og lýkur sem fyrr segir á sunnudag. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Það stefnir í sýningarlok í Hafnarborg á ljósmyndasýningu franska tískuljósmyndarans Gilles Bensimon en henni lýkur á sunnudag. Hann er loksins kominn að sjá hana og í stuttri heimsókn sinni hingað að þessu sinni gerir hann margt í einu: sér uppstillinguna á verkum frá ferli sínum í Hafnarborg sem hann er sérdeilis ánægður með, svo að hann myndar upphenginguna í bak og fyrir og hrósar starfsfólki Hafnarborgar í hástert. Hann ætlar að líta á sýningar vinkonu sinnar Roni Horn og svo er hann hér til að undirbúa leiðangur hingað upp í júní. Það er ekki fyrsta heimsókn þessa fræga og virta ljósmyndara til Íslands. Hér hefur hann verið nánast árlegur gestur, eins og farfuglarnir: „Ég komst ekki í fyrra," segir hann afsakandi. „Ég hef verið hér sextán sautján sinnum." Nokkrar ljósmyndanna á sýningunni eru því til sönnunar, rengluleg stúlka mikið máluð umvafin ullarflík stendur frammi fyrir myndarlegu fjárhúsi, fjöll, sandur. Allt er þetta íslenskt. Gamall vinur Gilles, Ari Alexander, hefur jafnan verið honum innan handar þegar ljósmyndarinn hefur komið hingað með samstarfsfólk sitt og fyrirsætur: „Hann hefur birt opnur eftir opnur árlega frá Íslandi." Gilles hefur búið í New York í tuttugu og fimm ár og verið listrænn stjórnandi á Vogue. Hann hefur unnið með öllum frægustu fyrirsætum heims. Sumir segja hann hafa smíðað fyrirbærið súpermódel. Sýningin í Hafnarborg leiðir í ljós að myndefnið er ekki bara kona í fötum, heldur frekar bakgrunnurinn, áferðin og litirnir. „Það er eitthvað hér sem dregur mig," segir hann. „Amma mín var frá Bretagne og það kann að skýra það að ég á hér einhvern veginn heima. Þetta er einstakt land og ég hef alltaf ætlað mér að koma hingað til annars en vinnu. Ég læt menn oft keyra áfram frá þeim stöðum sem ákveðnir eru, bara eitthvað vegna þess að það er alltaf eitthvað nýtt sem ber fyrir augu." Hefur maður með þetta svið látið af tökum á myndavélar með filmu? „Já alveg, fyrir fjórum árum. Ég tek allt stafrænt núna. Ég mynda líka miklu, miklu meira en áður. Við erum alltaf að syrgja liðna tækni. En hún breytist svo hratt. Langafi minn var sýningarmaður hjá Lumiere-bræðrum sem voru brautryðjendur í kvikmyndagerð. Tíminn líður og tæknin breytist." Sýningin er á tveimur hæðum í Hafnarborg og lýkur sem fyrr segir á sunnudag.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira