Lífið

DiCaprio og Cohen áhrifamiklir

Hjartaknúsarinn mikli er einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heims að mati Time.
Hjartaknúsarinn mikli er einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heims að mati Time.

Leikararnir Leonardo DiCaprio, Rosie O"Donnell og Sacha Baron Cohen eru á meðal þeirra sem eru á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims.

 

Cohen, öðru nafni Borat frá Kasakstan, komst á listann.

Einnig eru á listanum Elísabet Englandsdrottning, Hillary Clinton, Martin Scorsese, Kate Moss og stofnendur YouTube, Steve Chen og Chad Hurley. George W. Bush Bandaríkjaforseti komst ekki á listann.

 

Kate Moss breska ofurfyrirsætan er ein af 29 konum á listanum.

Í tímaritinu talar gamanleikkonan Rosanne Barr um Baron Cohen, sem er líklega þekktari sem Borat frá Kasakstan. „Hann særir blygðunarkennd margra en æskan í dag móðgast ef enginn móðgar hana," sagði hún.

Alls komust 71 karl og 29 konur á listann frá 27 löndum. Á meðal fleiri sem komust voru Oprah Winfrey, George Clooney, Brad Pitt, Justin Timberlake, Tyra Banks, Arnold Schwarzenegger og Simon Fuller, höfundur American Idol.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.