Lífið

Clooney vill ekki eignast börn

Hjartaknúsarinn og leikarinn vill ekki eignast börn í framtíðinni.
Hjartaknúsarinn og leikarinn vill ekki eignast börn í framtíðinni.

Hjartaknúsarinn George Clooney segist ekki hafa neinn áhuga á því að eignast börn. Vill hann því ekki feta í fótspor félaga sinna Matt Damon og Brad Pitt, sem eru báðir orðnir feður.

„Ég skil ekki hvers vegna einhver vill að ég verði pabbi. Ég er of eigingjarn og verð taugaóstyrkur í kringum börn. Ég veit að ég er ekki tilbúinn fyrir þannig líf,“ sagði Clooney.

Hann segist jafnframt hafa dregið aðeins úr partílíferni sínu. „Á endanum fær maður nóg af því að vakna upp með rosalega timburmenn eftir að hafa farið á fyllirí með vinum sínum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.