Lífið

Birna aftur í Háskólann með bleikt pennaveski

Birna Þórðardóttir hefur aftur nám við Háskóla Íslands nú á mánudag en hún ætlar sér að læra ítölsku til BA-prófs. Birna segir að hún hafi mætt í skólann í gær, með bleikt pennaveski, og aðra hluti sem skólastúlkur þurfa að hafa með sér, en þá var námið kynnt nemendum.

Birna segir að hún kunni fyrir hrafl í ítölsku sem hún hefur lært á námskeiðum hér heima og á Ítalíu. "En þetta hefur verið svona meir á hlaupum og festulítið. Nú er það alvaran sem gildir," segir Birna.

Birna var síðast í Háskólanum fyrir aldarfjórðung er hún útskrifaðist þaðan sem stjórnmálafræðingur. Hún mun eftir sem áður sinna aðalstarfi sínu, Menningarfylgd Birnu, enda "þarf ég að eiga fyrir salti í grautinn," eins og hún orðar það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.