Lífið

Halda Morgan Kane skákmót

Þeir Björn Sölvi, Guðmundur Valdimar, Róbert Harðar og Kjartan Guðmundsson voru efstir á Alistair McLean mótinu.
Þeir Björn Sölvi, Guðmundur Valdimar, Róbert Harðar og Kjartan Guðmundsson voru efstir á Alistair McLean mótinu.

Hrókurinn og Skákfélag Vinjar standa fyrir skákmóti í dag. Skákmótið fer fram undir merkjum erkitöffarans Morgan Kane, en Skákklúbbur Vinjar hefur áður staðið fyrir móti til að hylla spennubókahöfundinn Alistair MacLean.

Morgan Kane er hins vegar afsprengi norska rithöfundarins Kjell Hallbing, sem skrifaði undir dulnefninu Louis Masterson.

Vin er eitt athvarfa Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Skákklúbbur Vinjar og Skákfélagið Hrókurinn hafa starfað saman síðastliðin þrjú ár, og hafa Hróksliðar haldið úti æfingum og kennslu fyrir gesti Vinjar.

Morgan Kane mótið fer fram í húsnæði Vinjar að Hverfisgötu 47 kl 13. Tefldar verða fimm umferðir. Þar sem feðgarnir Bragi og Ari Gísli í Bókinni, bókaverslun við Klapparstíg, gáfu Vin lagerinn af Morgan Kane bókum sínum verða einmitt Morgan Kane bækur í verðlaun. Þeir fimm efstu fá aukaverðlaun með. Þátttaka er ókeypis og öllum opin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.