Vann myndasögukeppni í Danmörku 24. apríl 2007 10:15 Jón Kristján Kristinsson er búsettur í Danmörku, þar sem hann vinnur nú við að gera teiknimyndir. Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón. Blaðamanni telst til að tæplega fimm hundruð myndasögur hafi borist í keppnina. Sjálfur sendi Jón inn fjórar myndasögur, sem allar fjalla um ævintýri búsáhalda. „Mér datt þetta í hug fyrir svona tveimur árum síðan - að það væri gaman að gefa þeim líf og sjá hvað gerðist," sagði Jón, sem á þeim tíma hefur gert um þrjátíu myndasögur með búsáhöld í aðalhlutverkum. Vinningssagan fjallar til dæmis um brauðrist sem bregður sér í sund, með ónotalegum afleiðingum fyrir aðra sundlaugargesti. Dómnefndina skipuðu nokkrir fremstu myndasöguteiknarar Dana, á borð við Anders Morgenthaler sem teiknar myndasöguna Wulffmorgenthaler ásamt Mikael Wulff. „Verðlaunin eru að maður fær fjórar myndasögur birtar á dr.dk. Ég held að þær verði á forsíðunni, en ég er ekki alveg viss ennþá. Og svo fær maður fimm þúsund kall, danskan," sagði Jón. Jón, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðið eitt og hálft ár með danskri kærustu sinni. ógöngur eldhúsáhalda Myndasagan sem bar sigur úr býtum fjallar um ævintýri brauðristar.MYND/jon k. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær var hann við vinnu á teiknimyndastofu. „Þetta er verkefnavinna, og ég er svona aðstoðarmaður. Ég vinn sem sagt við að gera teiknimyndir," sagði Jón. Hann segist stefna að því að hasla sér völl í myndasögugeiranum. „En svo er ég líka að spá í að fara í háskóla og læra eitthvað aðeins meira leiðinlegt, eitthvað sem myndi gagnast mér í peningamálum." Myndasögurnar úr keppninni má skoða á heimasíðu danska ríkisútvarpsins, Dr.dk. Fleiri hugarfóstur Jóns Kristjáns má hins vegar berja augum á heimasíðu hans, Jonkk.dk. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón. Blaðamanni telst til að tæplega fimm hundruð myndasögur hafi borist í keppnina. Sjálfur sendi Jón inn fjórar myndasögur, sem allar fjalla um ævintýri búsáhalda. „Mér datt þetta í hug fyrir svona tveimur árum síðan - að það væri gaman að gefa þeim líf og sjá hvað gerðist," sagði Jón, sem á þeim tíma hefur gert um þrjátíu myndasögur með búsáhöld í aðalhlutverkum. Vinningssagan fjallar til dæmis um brauðrist sem bregður sér í sund, með ónotalegum afleiðingum fyrir aðra sundlaugargesti. Dómnefndina skipuðu nokkrir fremstu myndasöguteiknarar Dana, á borð við Anders Morgenthaler sem teiknar myndasöguna Wulffmorgenthaler ásamt Mikael Wulff. „Verðlaunin eru að maður fær fjórar myndasögur birtar á dr.dk. Ég held að þær verði á forsíðunni, en ég er ekki alveg viss ennþá. Og svo fær maður fimm þúsund kall, danskan," sagði Jón. Jón, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðið eitt og hálft ár með danskri kærustu sinni. ógöngur eldhúsáhalda Myndasagan sem bar sigur úr býtum fjallar um ævintýri brauðristar.MYND/jon k. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær var hann við vinnu á teiknimyndastofu. „Þetta er verkefnavinna, og ég er svona aðstoðarmaður. Ég vinn sem sagt við að gera teiknimyndir," sagði Jón. Hann segist stefna að því að hasla sér völl í myndasögugeiranum. „En svo er ég líka að spá í að fara í háskóla og læra eitthvað aðeins meira leiðinlegt, eitthvað sem myndi gagnast mér í peningamálum." Myndasögurnar úr keppninni má skoða á heimasíðu danska ríkisútvarpsins, Dr.dk. Fleiri hugarfóstur Jóns Kristjáns má hins vegar berja augum á heimasíðu hans, Jonkk.dk.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira