Fjölbreytileiki í fyrirrúmi 16. apríl 2007 09:45 Matthildur Helgadóttir segir fegurðarsamkeppnina verða afslappaða og fulla taumlausri gleði. Óhefðbundna ísfirska fegurðarsamkeppnin Óbeisluð fegurð fer fram á miðvikudagskvöld, og stendur undirbúningur nú sem hæst. „Þetta eru fjórtán keppendur á öllum aldri, eins og við vildum hafa það," sagði Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjandi keppninnar. Í hópi keppenda er einn Ástrali, Íslendingur búsettur í Noregi, og maður frá Jamaíku. „Hann er búinn að búa hérna svo lengi að hann er bara Ísfirðingur í okkar huga. Hann er með dreadlocks alveg niður á rass, svo það er rosa gaman að hafa hann með," sagði Matthildur. Í dómnefnd hittast fyrir „gröfukarl og goðsögn", kona sem heimasíðan titlar „móður og norn", hrossaræktandi og viðskiptafræðingurinn Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður V-dagsins á Íslandi og einn stofnenda fegurðarsamkeppninnar ungfruisland.is. Verðlaun í keppninni eru svo jafn fjölbreytt og aðrir þættir hennar. „Fyrsti vinningur verður mjög veglegur, og svo erum við búin að fá fullt af öðrum vinningum. Einn er frá gröfukarli í bænum sem gefur mokstur á bílastæði, dekkjaverkstæði gefur umfelgun, og prestur á svæðinu gefur blessun, svo eitthvað sé nefnt," sagði Matthildur. fjölbreyttir keppendur Keppendur koma úr öllum áttum og eru eins ólíkir og þeir eru margir. Andrew Specker kemur alla leið frá Ástralíu til að taka þátt.fréttablaðið/ágúst atlason Miði á keppnina, sem felur í sér fordrykk og mat, kostar 3.800 krónur, en það er stefna hópsins að aðgangseyrir renni að mestu óskiptur til Sólstafa, systursamtaka Stígamóta á Vestfjörðum. „Þetta eru ný samtök hér á Vestfjörðum og þörfin fyrir fjármagn mikil, því þegar stungið er á svona kýlum kemur fram stór hópur fóks sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og þarf á aðstoð að halda," sagði Matthildur. Ásta Dóra Egilsdóttir er elsti keppandinn í Óbeislaðri fegurð, og ætti því samkvæmt reglum keppninnar að eiga góða möguleika á sigri. fréttablaðið/ágúst atlason Í keppninni sjálfri koma keppendur síðan til dyranna eins og þeir eru klæddir og kynna sig fyrir dómnefnd og öðrum gestum. „Við setjum þeim engar skorður, ef einhver vill koma í Liverpool-búningnum sínum er það velkomið," sagði Matthildur. „Tónninn verður mjög afslappaður, keppendur þurfa ekkert að svitna þarna uppi á sviði. Það á að vera taumlaus gleði í þessu, og þannig sýnum við líka fram á hvað hinar keppnirnar eru fátæklegar," bætti hún við. Nánari upplýsingar um keppnina og miðasölu má finna á heimasíðunum www.obeislud.it.is og www.untamedbeauty.org. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Óhefðbundna ísfirska fegurðarsamkeppnin Óbeisluð fegurð fer fram á miðvikudagskvöld, og stendur undirbúningur nú sem hæst. „Þetta eru fjórtán keppendur á öllum aldri, eins og við vildum hafa það," sagði Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjandi keppninnar. Í hópi keppenda er einn Ástrali, Íslendingur búsettur í Noregi, og maður frá Jamaíku. „Hann er búinn að búa hérna svo lengi að hann er bara Ísfirðingur í okkar huga. Hann er með dreadlocks alveg niður á rass, svo það er rosa gaman að hafa hann með," sagði Matthildur. Í dómnefnd hittast fyrir „gröfukarl og goðsögn", kona sem heimasíðan titlar „móður og norn", hrossaræktandi og viðskiptafræðingurinn Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður V-dagsins á Íslandi og einn stofnenda fegurðarsamkeppninnar ungfruisland.is. Verðlaun í keppninni eru svo jafn fjölbreytt og aðrir þættir hennar. „Fyrsti vinningur verður mjög veglegur, og svo erum við búin að fá fullt af öðrum vinningum. Einn er frá gröfukarli í bænum sem gefur mokstur á bílastæði, dekkjaverkstæði gefur umfelgun, og prestur á svæðinu gefur blessun, svo eitthvað sé nefnt," sagði Matthildur. fjölbreyttir keppendur Keppendur koma úr öllum áttum og eru eins ólíkir og þeir eru margir. Andrew Specker kemur alla leið frá Ástralíu til að taka þátt.fréttablaðið/ágúst atlason Miði á keppnina, sem felur í sér fordrykk og mat, kostar 3.800 krónur, en það er stefna hópsins að aðgangseyrir renni að mestu óskiptur til Sólstafa, systursamtaka Stígamóta á Vestfjörðum. „Þetta eru ný samtök hér á Vestfjörðum og þörfin fyrir fjármagn mikil, því þegar stungið er á svona kýlum kemur fram stór hópur fóks sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og þarf á aðstoð að halda," sagði Matthildur. Ásta Dóra Egilsdóttir er elsti keppandinn í Óbeislaðri fegurð, og ætti því samkvæmt reglum keppninnar að eiga góða möguleika á sigri. fréttablaðið/ágúst atlason Í keppninni sjálfri koma keppendur síðan til dyranna eins og þeir eru klæddir og kynna sig fyrir dómnefnd og öðrum gestum. „Við setjum þeim engar skorður, ef einhver vill koma í Liverpool-búningnum sínum er það velkomið," sagði Matthildur. „Tónninn verður mjög afslappaður, keppendur þurfa ekkert að svitna þarna uppi á sviði. Það á að vera taumlaus gleði í þessu, og þannig sýnum við líka fram á hvað hinar keppnirnar eru fátæklegar," bætti hún við. Nánari upplýsingar um keppnina og miðasölu má finna á heimasíðunum www.obeislud.it.is og www.untamedbeauty.org.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira