Lífið

Radcliffe rakar inn seðlum

Breski leikarinn Daniel Radcliffe er með ríkari ungmennum þar í landi. Tekjur hans næsta árið slá við tekjum margra þekktra atvinnuknattspyrnumanna.
Breski leikarinn Daniel Radcliffe er með ríkari ungmennum þar í landi. Tekjur hans næsta árið slá við tekjum margra þekktra atvinnuknattspyrnumanna. MYND/Getty

Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliffe er í hópi ríkustu ungmenna Bretlands. Eignir hans eru metnar á yfir milljarð króna sem gerir hann ríkari en marga þekkta fótboltamenn.

Breski leikarinn Daniel Radcliffe ætti að geta skipt sópnum sínum út fyrir Ferrari-bifreið á næstunni. Auðævi Harry Potter-stjörnunnar eru metin á 1,3 milljarða króna og munu að öllum líkindum tvöfaldast á næstu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í tölum sem gerðar voru opinberar um páskahelgina.

 

Gerrard Fótboltamaðurinn Steven Gerrard verður með lægri laun á næsta ári en Harry Potter.

Radcliffe þénaði um 455 milljónir króna á síðasta ári en fyrir átti hann um sjö milljónir króna í banka. Ofan á þetta á Harry litli Potter fasteignir sem metnar eru á 130 milljónir króna. Gangi spár breskra fjölmiðla eftir um að auðævi hans tvöfaldist á næsta ári þénar hann meira en fótboltamennirnir Ashley Cole og Steven Gerrard og þeir teljast alls ekki vera á neinum sultarlaunum.

Um þessar mundir leikur Daniel í hinu umdeilda leikriti Equus á West End. Í júlí verður næsta Harry Potter-mynd frumsýnd en talið er að leikarinn muni græða um einn milljarð króna á þeirri mynd. Foreldrar Radcliffe halda utan um auðævi hans í fyrirtækinu Gilmore Jacobs. Ekki er talið veita af því að halda fast á málum – í það minnsta þegar hann verður átján ára í júlí og leyfist þar með að skemmta sér á börum og næturklúbbum í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.