Bjarni Ben ætlar að hlaupa maraþon 5. apríl 2007 09:00 Bjarni ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmara-þoninu og hlaupa alla fjörutíu og tvo kílómetrana. „Við erum nokkrir saman sem höfum verið að hlaupa síðan í janúar,“ segir alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson sem ætlar að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt nokkrum félögum sínum. „Það hefur gengið misjafnlega að koma sér virkilega vel í gang og ýmis meiðsl hafa verið að hrjá hópinn og ég sjálfur þurfti að taka mér smá pásu en er allur að koma til,“ bætir Bjarni við. Reykjavíkurmaraþonið er haldið í ágúst en hlaupið sjálft er rúmir fjörutíu kílómetrar. Þetta þykir mikil þolraun og menn þurfa að vera í æði góðu formi til að komast á leiðarenda. „Maður fer þetta á skapinu en ég ætla mér ekki að slá nein tímamet heldur bara komast í markið,“ segir Bjarni. „Og ég vonast auðvitað til að komast meiðslalaus í gegnum undirbúningstímabilið.“ Bjarni segir að margir í hópnum séu fyrrverandi handbolta-og knattspyrnukempur og því sé stutt í keppnisskapið. „Annars er þetta bara fín heilsurækt, fara út að hlaupa með félögunum og ræða um leið um daginn og veginn,“ segir Bjarni sem tekur þó skýrt fram að þeir félagar hlaupi ekki maraþon í hvert skipti sem þeir reima á sig hlaupaskóna. „Nei, þetta eru svona tíu til fimmtán kílómetrar hverju sinni og vonandi hleypur maður bara maraþon einu sinni,“ útskýrir Bjarni sem var ekki í nokkrum vafa um að þetta ætti eftir að nýtast honum á fleiri stöðum heldur en á hlaupabrautinni. „Þetta verður fínt fyrir golfið í sumar enda aldrei gott að vera móður og másandi yfir boltanum áður en maður slær,“ segir Bjarni. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Við erum nokkrir saman sem höfum verið að hlaupa síðan í janúar,“ segir alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson sem ætlar að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt nokkrum félögum sínum. „Það hefur gengið misjafnlega að koma sér virkilega vel í gang og ýmis meiðsl hafa verið að hrjá hópinn og ég sjálfur þurfti að taka mér smá pásu en er allur að koma til,“ bætir Bjarni við. Reykjavíkurmaraþonið er haldið í ágúst en hlaupið sjálft er rúmir fjörutíu kílómetrar. Þetta þykir mikil þolraun og menn þurfa að vera í æði góðu formi til að komast á leiðarenda. „Maður fer þetta á skapinu en ég ætla mér ekki að slá nein tímamet heldur bara komast í markið,“ segir Bjarni. „Og ég vonast auðvitað til að komast meiðslalaus í gegnum undirbúningstímabilið.“ Bjarni segir að margir í hópnum séu fyrrverandi handbolta-og knattspyrnukempur og því sé stutt í keppnisskapið. „Annars er þetta bara fín heilsurækt, fara út að hlaupa með félögunum og ræða um leið um daginn og veginn,“ segir Bjarni sem tekur þó skýrt fram að þeir félagar hlaupi ekki maraþon í hvert skipti sem þeir reima á sig hlaupaskóna. „Nei, þetta eru svona tíu til fimmtán kílómetrar hverju sinni og vonandi hleypur maður bara maraþon einu sinni,“ útskýrir Bjarni sem var ekki í nokkrum vafa um að þetta ætti eftir að nýtast honum á fleiri stöðum heldur en á hlaupabrautinni. „Þetta verður fínt fyrir golfið í sumar enda aldrei gott að vera móður og másandi yfir boltanum áður en maður slær,“ segir Bjarni.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira