Sprækt og við góða heilsu 2. apríl 2007 06:45 Geir, sem var kjörinn formaður KSÍ fyrr á árinu, tók við embættinu af Eggerti Magnússyni. Knattspyrnusamband Íslands er sextíu ára á þessu ári. „Ég held að hreyfingin sé mjög spræk þótt hún sé orðin sextug, og við góða heilsu. Ég held að starfsemin hafi aldrei verið meiri en í dag,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Geir er nýkominn frá Spáni þar sem íslenska karlalandsliðið tapaði 0-1 fyrir heimamönnum. Á afmælisdegi KSÍ, tveimur degi fyrir leikinn, var lítillega haldið upp á daginn. „Við notuðum tækiðfærið og fengum okkur köku. Það var mjög góður andi í íslenska liðinu á Spáni og ég held að það hafi endurspeglast í leiknum. Þeir stóðu sig vel í leiknum og það er sómi að því,“ segir hann. Á afmælisárinu verður endurbættur Laugardalsvöllur tekinn í fulla notkun og mun völlurinn hafa sæti fyrir um tíu þúsund áhorfendur. Einnig verður haldin hér á landi úrslitakeppni EM U19 kvenna og fer hún fram í júlí. Er þetta langstærsta verkefni sem að Knattspyrnusambandið hefur tekið að sér á þessum vettvangi. KSÍ var stofnað í Reykjavík 26. mars 1947 og var fyrsti formaður KSÍ Agnar Klemens Jónsson. Umfang Knattspyrnusambandsins hefur aldrei verið meira en á þessu sextíu ára afmæli þess. Um 80 aðildarfélög KSÍ halda upp öflugu knattspyrnulífi um allt land og líður varla sá dagur ársins að ekki sé leikin skipulagður knattspyrnuleikur. Á síðasta ári fóru fram um 8.200 leikir þar sem KSÍ sá um skipulagningu á einn eða annan hátt. Ennfremur halda aðildarfélögin ýmis opin mót og skv. talningu fóru fram um 7000 leikir á mótum sem slíkum. Knattspyrnusambandið hefur einnig haldið úti átta landsliðum karla og kvenna. Á síðasta ári voru leiknir 47 landsleikir hjá öllum landsliðum en á þessu ári verða þeir yfir 50 talsins. Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands er sextíu ára á þessu ári. „Ég held að hreyfingin sé mjög spræk þótt hún sé orðin sextug, og við góða heilsu. Ég held að starfsemin hafi aldrei verið meiri en í dag,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Geir er nýkominn frá Spáni þar sem íslenska karlalandsliðið tapaði 0-1 fyrir heimamönnum. Á afmælisdegi KSÍ, tveimur degi fyrir leikinn, var lítillega haldið upp á daginn. „Við notuðum tækiðfærið og fengum okkur köku. Það var mjög góður andi í íslenska liðinu á Spáni og ég held að það hafi endurspeglast í leiknum. Þeir stóðu sig vel í leiknum og það er sómi að því,“ segir hann. Á afmælisárinu verður endurbættur Laugardalsvöllur tekinn í fulla notkun og mun völlurinn hafa sæti fyrir um tíu þúsund áhorfendur. Einnig verður haldin hér á landi úrslitakeppni EM U19 kvenna og fer hún fram í júlí. Er þetta langstærsta verkefni sem að Knattspyrnusambandið hefur tekið að sér á þessum vettvangi. KSÍ var stofnað í Reykjavík 26. mars 1947 og var fyrsti formaður KSÍ Agnar Klemens Jónsson. Umfang Knattspyrnusambandsins hefur aldrei verið meira en á þessu sextíu ára afmæli þess. Um 80 aðildarfélög KSÍ halda upp öflugu knattspyrnulífi um allt land og líður varla sá dagur ársins að ekki sé leikin skipulagður knattspyrnuleikur. Á síðasta ári fóru fram um 8.200 leikir þar sem KSÍ sá um skipulagningu á einn eða annan hátt. Ennfremur halda aðildarfélögin ýmis opin mót og skv. talningu fóru fram um 7000 leikir á mótum sem slíkum. Knattspyrnusambandið hefur einnig haldið úti átta landsliðum karla og kvenna. Á síðasta ári voru leiknir 47 landsleikir hjá öllum landsliðum en á þessu ári verða þeir yfir 50 talsins.
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira