Löghlýðnasta nemendafélag landsins 1. apríl 2007 08:00 Nemendur lögregluskólans halda hópinn fyrir utan hefðbundinn skóla. „Þetta er nú ekkert í líkingu við lífið í Police Academy enda bjuggu þau öll á heimavist," segir Óli Ásgeir Hermannsson, nemi í Lögregluskóla ríkisins. Fréttablaðið komst á snoðir um heimasíðu svokallaðs nemendafélags skólans þar sem sjá mátti myndir úr starfi skólans og þótt Óli Ásgeir vilji síður en svo kalla þetta „formlegt" nemendafélag er ljóst að nemendur skólans halda hópinn fyrir utan strangt og stíft nám. „Meðan við erum í skólanum þá er mikið líf, við förum saman í kvöldmat og hittumst fyrir utan skólann þegar svo á við," segir Óli. „Og þetta er í það minnsta löghlýðnasta nemendafélag landsins," bætir Óli Ásgeir við og hlær. Alls eru 48 nemendur við nám í Lögregluskóla ríkisins og Óli segir nemendurna koma af öllu landinu. Athygli vakti á heimasíðunni þegar kennsla í maze-úðum fór fram og mátti sjá myndir af verðandi lögregluþjónum fá úðann í augun. Óli telur þetta vera eitt sársaukafyllsta námskeið sem völ er á um þessar mundir. „Nemendunum er skipt upp í nokkra hópa og svo gengur kennarinn á milli og sprautar maze-úðanum í augun. Svo er okkur skipað að opna augun og þá upplifir maður alveg gríðarlegan sársauka enda hefur úðinn bæði áhrif á sjónina og öndunina," útskýrir Óli sem telur þetta námskeið þó vera ákaflega mikilvægt fyrir lögreglumenn. „Þú verður að vita hvaða tæki og tól þú hefur í höndunum og prófið er til þess gert að menn séu ekki að nota úðann að óþörfu," útskýrir hann. Taka verður hins vegar skýrt fram að farið er að öllu með gát og hver sá sem fær úðann í augun er með aðstoðarmann og þau eru umsvifalaust hreinsuð með vatni eftir stutta stund. Svaðilfarir Martins Riggs hafa yfirleitt ekki úrslitaáhrif þegar menn ákveða að ganga til liðs við laganna verði. Umræðan um virðingu almennings fyrir lögreglunni og starfi hennar hefur ekki farið framhjá nemendunum skólans en Óli segir að flestir viti að hverju þeir gangi. Og löggumyndir frá Hollywood hafi lítil áhrif á ákvörðun manna um að ganga til liðs við laganna verði. „Nei, ef þetta væri eitthvað Mel Gibson-starf væri það bara bónus," segir hann og hlær. „Stærstur hluti nemendanna er fólk sem hefur verið í afleysingum hjá lögreglunni nokkur sumur. Lögreglustarfið er ekki bara einhver maður út á götu heldur miklu fjölbreyttara starf með mörgum deildum," segir Óli. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Þetta er nú ekkert í líkingu við lífið í Police Academy enda bjuggu þau öll á heimavist," segir Óli Ásgeir Hermannsson, nemi í Lögregluskóla ríkisins. Fréttablaðið komst á snoðir um heimasíðu svokallaðs nemendafélags skólans þar sem sjá mátti myndir úr starfi skólans og þótt Óli Ásgeir vilji síður en svo kalla þetta „formlegt" nemendafélag er ljóst að nemendur skólans halda hópinn fyrir utan strangt og stíft nám. „Meðan við erum í skólanum þá er mikið líf, við förum saman í kvöldmat og hittumst fyrir utan skólann þegar svo á við," segir Óli. „Og þetta er í það minnsta löghlýðnasta nemendafélag landsins," bætir Óli Ásgeir við og hlær. Alls eru 48 nemendur við nám í Lögregluskóla ríkisins og Óli segir nemendurna koma af öllu landinu. Athygli vakti á heimasíðunni þegar kennsla í maze-úðum fór fram og mátti sjá myndir af verðandi lögregluþjónum fá úðann í augun. Óli telur þetta vera eitt sársaukafyllsta námskeið sem völ er á um þessar mundir. „Nemendunum er skipt upp í nokkra hópa og svo gengur kennarinn á milli og sprautar maze-úðanum í augun. Svo er okkur skipað að opna augun og þá upplifir maður alveg gríðarlegan sársauka enda hefur úðinn bæði áhrif á sjónina og öndunina," útskýrir Óli sem telur þetta námskeið þó vera ákaflega mikilvægt fyrir lögreglumenn. „Þú verður að vita hvaða tæki og tól þú hefur í höndunum og prófið er til þess gert að menn séu ekki að nota úðann að óþörfu," útskýrir hann. Taka verður hins vegar skýrt fram að farið er að öllu með gát og hver sá sem fær úðann í augun er með aðstoðarmann og þau eru umsvifalaust hreinsuð með vatni eftir stutta stund. Svaðilfarir Martins Riggs hafa yfirleitt ekki úrslitaáhrif þegar menn ákveða að ganga til liðs við laganna verði. Umræðan um virðingu almennings fyrir lögreglunni og starfi hennar hefur ekki farið framhjá nemendunum skólans en Óli segir að flestir viti að hverju þeir gangi. Og löggumyndir frá Hollywood hafi lítil áhrif á ákvörðun manna um að ganga til liðs við laganna verði. „Nei, ef þetta væri eitthvað Mel Gibson-starf væri það bara bónus," segir hann og hlær. „Stærstur hluti nemendanna er fólk sem hefur verið í afleysingum hjá lögreglunni nokkur sumur. Lögreglustarfið er ekki bara einhver maður út á götu heldur miklu fjölbreyttara starf með mörgum deildum," segir Óli.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira