Lífið

Lohan sýpur seyðið af sopanum

Glamurdrósin Lindsay Lohan mætti í vikunni niður á lögreglustöð í Beverly Hills til mynda-, fingrafara-, og skýrslutöku vegna ölvunaraksturs og árekstrar í maí síðastliðnum. Rúm vika er liðin síðan Lindsay lauk 45 daga langri áfengis og vímuefnameðferð. Nú spássera Lindsay um bæinn prýdd sérstöku armbandi gegn áfengisdjöflinum, segir talsmaður hennar.

Þann 26. maí missti Lindsay stjórn á Mercedes-Benz bifreið sinni og endaði í limgerði. Síðan flúði hún af vettvangi. Þegar lögreglan skarst í leikinn fannst poki af kókaíni í bíl Lindsayar. Atvikið kom í kjölfar langs tímabils skemmtana og vímuefnaneyslu leikkonunnar ungu með tíðum en brotakenndum innlögnum inná meðferðarstofnanir.

Lindsay var sleppt eftir skýrslutöku. Ekki hefur verið ákært í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.