Bílnúmerið hjá Eika Hauks var notað í leyfisleysi 16. mars 2007 09:30 Á réttinn á bílnúmerinu Big Red til ársins 2012. „Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið," segir Kristinn Gísli Guðmundsson. En á mánudagskvöldinu fékk hann símhringingu frá góðum félögum sem vinsamlegast bentu honum á að horfa á myndbandið við framlag Íslendinga í Eurovision, Valentines Lost. Þar sést hárbróðir Kristins, Eiríkur Hauksson, rúnta um í Hvalfirðinum ásamt hljómsveit í glæsibifreið með bílnúmerið „Big Red". Númer sem Kristinn er þekktur fyrir að hafa haft á sínum bíl í nokkur ár og vakið verðskuldaða athygli fyrir. „Ég skilaði númerinu inn fyrir tveimur árum en á réttinn til ársins 2012," segir Kristinn. „Og þarna var þessu númeri mínu hreinlega rænt," bætir hann við og skellihlær, tekur þessum meinta þjófnaði augljóslega af mikilli léttúð. „Samt finnst mér að þeir ættu nú bara að bjóða mér til Finnlands í staðinn," segir Kristinn í gríni. Gunnar Björn er miður sín yfir því að hafa tekið bílnúmerið ófrjálsri hendi. Reyndar hefur annar Íslendingur hefur borið þetta viðurnefni Big Read og hlotið mikla frægð fyrir en Kristinn segir að Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið kallaður þessu nafni þegar hann glímdi í Bandaríkjunum á yngri árum. Gunnari Birni Guðmundssyni, leikstjóra myndbandsins, brá heldur betur í brún þegar Fréttablaðið hermdi þennan óheppilega stuld upp á hann. Honum þótti þetta miður, að hafa ekki kynnt sér þetta betur og enn verra fannst honum að hafa rænt númeri frá sveitunga sínum úr Hafnafirði. „Hefði ég bara vitað þetta," segir Gunnar. „Þá hefði ég aldrei gert þetta," útskýrir leikstjórinn. Eiríkur Hauksson í bílnum sem ber hið góða bílnúmer Big Red. „Þetta eru augljóslega listræn mistök," bætir hann við. Gunnar segir að þeir hafi haft úr tuttugu númerum að velja og honum hafi strax fundist Big Red henta ákaflega vel enda hefur mikið verið gert úr háralit Eiríks. „Það verður að viðurkennast að þetta var klaufalegt af okkur, að kynna okkur ekki númerin betur," bætir Gunnar við. „Ég verð að reyna koma þeim tveim saman og láta Eirík afhenda honum þetta númer. Kannski bara þegar Eiríkur er búinn að vinna keppnina úti," segir Gunnar sem hefur tröllatrú á söngvaranum í keppninni. „En Kristinn má vera stoltur. Númerið hans á eftir að birtast í myndbandi sem verður spilað útum alla Evrópu." Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
„Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið," segir Kristinn Gísli Guðmundsson. En á mánudagskvöldinu fékk hann símhringingu frá góðum félögum sem vinsamlegast bentu honum á að horfa á myndbandið við framlag Íslendinga í Eurovision, Valentines Lost. Þar sést hárbróðir Kristins, Eiríkur Hauksson, rúnta um í Hvalfirðinum ásamt hljómsveit í glæsibifreið með bílnúmerið „Big Red". Númer sem Kristinn er þekktur fyrir að hafa haft á sínum bíl í nokkur ár og vakið verðskuldaða athygli fyrir. „Ég skilaði númerinu inn fyrir tveimur árum en á réttinn til ársins 2012," segir Kristinn. „Og þarna var þessu númeri mínu hreinlega rænt," bætir hann við og skellihlær, tekur þessum meinta þjófnaði augljóslega af mikilli léttúð. „Samt finnst mér að þeir ættu nú bara að bjóða mér til Finnlands í staðinn," segir Kristinn í gríni. Gunnar Björn er miður sín yfir því að hafa tekið bílnúmerið ófrjálsri hendi. Reyndar hefur annar Íslendingur hefur borið þetta viðurnefni Big Read og hlotið mikla frægð fyrir en Kristinn segir að Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið kallaður þessu nafni þegar hann glímdi í Bandaríkjunum á yngri árum. Gunnari Birni Guðmundssyni, leikstjóra myndbandsins, brá heldur betur í brún þegar Fréttablaðið hermdi þennan óheppilega stuld upp á hann. Honum þótti þetta miður, að hafa ekki kynnt sér þetta betur og enn verra fannst honum að hafa rænt númeri frá sveitunga sínum úr Hafnafirði. „Hefði ég bara vitað þetta," segir Gunnar. „Þá hefði ég aldrei gert þetta," útskýrir leikstjórinn. Eiríkur Hauksson í bílnum sem ber hið góða bílnúmer Big Red. „Þetta eru augljóslega listræn mistök," bætir hann við. Gunnar segir að þeir hafi haft úr tuttugu númerum að velja og honum hafi strax fundist Big Red henta ákaflega vel enda hefur mikið verið gert úr háralit Eiríks. „Það verður að viðurkennast að þetta var klaufalegt af okkur, að kynna okkur ekki númerin betur," bætir Gunnar við. „Ég verð að reyna koma þeim tveim saman og láta Eirík afhenda honum þetta númer. Kannski bara þegar Eiríkur er búinn að vinna keppnina úti," segir Gunnar sem hefur tröllatrú á söngvaranum í keppninni. „En Kristinn má vera stoltur. Númerið hans á eftir að birtast í myndbandi sem verður spilað útum alla Evrópu."
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira