Lífið

Sesar A á 10 tungumálum

Breki Logason skrifar
Sesar A gefur út sína þriðju sólóplötu þann 27.nóvember.
Sesar A gefur út sína þriðju sólóplötu þann 27.nóvember.

Afi íslenska rappsins Sesar A er risinn upp frá dauðum og gefur nú út sína þriðju sólóplötu. Sesar A sem heitir réttu nafni Eyjólfur B Eyvindarson er bróðir Erps Eyvindarsonar eins umtalaðasta rappara landsins.

Sólóplata Sesar A kemur út 27.nóvember og ber hún heitið "Of gott......" en áður hefur hann gefið út plöturnar "Lognið á undan storminum" og "Gerðuþaðsjálfur". Fjöldi íslenskra rappara koma fram á plötunni og má þar nefna Dóra DNA, Blazroca og Rósu söngkonu Sometime.

Sesar A hefur dvalist í Barcelona undnafarin ár og stofnaði þar meðal annars hljómsveitina IFS. Í sveitinni eru 9 manns frá 8 löndum sem allir koma fram á plötunni og syngja á 10 tungumálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.