Lífið

Íslenskur pókerkóngur reynir við 50 milljónir

Andri Ólafsson skrifar
Frá Íslandsmeistaramótinu í Póker sem lögregla stöðvaði fyrr á þessu ári.
Frá Íslandsmeistaramótinu í Póker sem lögregla stöðvaði fyrr á þessu ári.

Íslendingurinn Rúnar Rúnarsson hóf í dag þátttöku í Evrópumótaröðinni í Póker. Mótið fer fram í Merrion Casino Club í Dublin og eru tæpar 50 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé.

Rúnar er ekki ókunnugur háum verðlaunafjárhæðum. Hann vann 18 milljónir króna í verðlaunafé í mai á þessu ári þegar hann náði öðru sætinu á Rendez Vouz mótinu í París, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Pókersambands Íslands.

Eftir því sem Vísir kemst næst vann Rúnar sér aðgang að mótinu með því að vinna úrtökumót sem haldið var á netinu.

Úrslit mótsins ráðast á laugardaginn en þá munu þeir spilarar sem eftir standa leiða saman hesta sína á lokaborðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.