Auðlindir í stjórnarskrá 10. mars 2007 05:00 Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar