Auðlindir í stjórnarskrá 10. mars 2007 05:00 Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhann J. Ólafsson skrifar - Enn er komin á kreik sú meinloka að gera auðlindir sjávar að „þjóðareign" með stjórnarskrárbreytingu. Hér er hættulegur skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin þjóð og eign standa fyrir sínu hvort fyrir sig, en þegar þau eru sameinuð í orðið „þjóðareign" mynda þau orðskrípi eða orðalepp. Orðið þjóð er aðeins hugtak, mjög laust í reipunum: „Stór hópur manna, sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menningu..." stendur m.a. í orðabókinni. Eign er það sem er andlag eignarréttinda, nýtingar og ráðstöfunar eiganda hennar. Þar sem „þjóðin" getur ekki haft eignarréttindi frekar en menningin á hún engar eignir. Þar af leiðir að „þjóðareignir" eru engar eignir. En þar sem „þjóðin" getur ekki frekar en hugtakið menning farið með eignarréttindi verður ríkisvaldið að gæta hagsmuna hennar og ráðstafa þessum eignum. Þetta hefur hingað til, af hreinskilnum mönnum verið nefnt ríkiseign, sem byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um „þjóðareign" í stjórnarskrá verður aldrei annað en hástemmt bull. Enginn hefur gert grein fyrir því hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni í þessu sambandi. Eina breytingin, sem stjórnarskrárnefnd, undir forustu Jóns Kristjánssonar, var sammála um var að breyta reglum um það, hvernig á að breyta stjórnarskránni. Núverandi reglur eru taldar allt of opnar og fjarlægar kjósendum. Nú á að ryðja þessari breytingu fram hjá hinni nýju breytingarreglu. Allt sem flutningsmenn stefna að er hægt að framkvæma með venjulegum lögum frá Alþingi. Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi. En hún er ekki vinsæl um þessar mundir og því eru menn að fara krókaleiðir til að framkvæma hana. Fara inn um bakdyrnar. En því að nota stjórnarskrána? Er það til að ógilda vernd eignarréttarins í stjórnarskránni, sem krefst fullra bóta? Á að breyta stjórnarskránni til að taka bótalaust eignir, sem menn hafa greitt tugi milljarða fyrir? Það er verið að nema eignarréttinn úr gildi eins og gert var í kommúnistaríkjunum. Þessi stjórnarskrárbreyting gerir ekkert annað en að veikja og þynna út eignaréttarhugtakið, skapa óvissu og deilur. Það sem er þó einna alvarlegast er að með „þjóðareign" eru verðmæti tekin undan yfirráðum landsmanna. Menn fá engan aðgang að þeim nema fyrir milligöngu kjörinna fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að taka á sig mynd kjöraðals, sem gerir sig í auknum mæli óháðari kjósendum. Það er verið að taka kjósendur úr sambandi, því yfir eignum, sem eru bundnar í stjórnarskrá hafa þeir litla eða enga ráðstöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að sækja vald sitt til kjósenda. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi. Hún þarf að hafa skírleika og stöðugleika og frið. Ef misvitrir stjórnmálamenn eru sífellt að misnota stjórnarskrána sem sorpílát fyrir tímabundið kosningaþvarg endar hún bara sem ruslakista þess, sem einu sinni var lýðræði. Höfundur er stórkaupmaður. Stjórnarskrá Íslands er dýrasta trygging okkar kjósenda fyrir lýðréttindum. Hún verður að fá að vera í friði fyrir skammtíma kosningahagsmunum, gorgeir og skrumi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun