Lífið

Lindsay Lohan byrjuð í samfélagsþjónustu

MYND/Getty
Lindsay Lohan byrjaði í dag í samfélagsþjónustu sem hún var dæmd til að sinna fyrir ölvunarakstur í sumar.

Stjarnan sást fyrir utan blóðbanka Rauða Krossins í úthverfi Los Angeles á mánudag. Starfsmaður blóðbankans tók á móti Lohan á hádegi, og þegar hún fór aftur um sjö tímum síðar hélt hún á leiðbeiningabók um starfið.

Upphaflega var Lohan dæmd til fjögurra daga fangelsisvistar fyrir seinna ölvunarakstursbrot sitt, en saksókninn féllst á að leyfa henni að sinna tíu dögum af samfélagsþjónustu í staðinn fyrir tvo fangelsisdaganna. Þá dregst einn dagur sem leikkonan sat inni þegar hún var handtekin frá heildardómnum. Eftir stendur einn sólarhringur sem Lohan þarf að eyða bak við lás og slá. Hún hefur fram í janúar til að klára þann hluta dómsins.

Leikkonan, sem hefur nýlokið langri og strangri áfengismeðferð í Utah, var einnig sett á skilorð til þriggja ára og gert að gangast undir átján mánaða áfengisfræðslu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.