Lífið

Ný fegurðardrottning Unnar fædd

Unnur sæl og glöð með bumbuna í júlí.
Unnur sæl og glöð með bumbuna í júlí. MYND/Anton Brink.

,,Jú það gekk allt í sögu, hún er yndisleg litla dúllan." sagði Unnur Birna Vilhjálmsdóttir um nýja systur sína. En móðir hennar, Unnur Steinsson eignaðist dóttur á Landspítalanum í gær. Fæðingin gekk vel og er búist við að Unnur fari heim í dag. Þetta er fjórða barn Unnar, en eiginmaður hennar á einnig þrjú börn fyrir. Móður og barni heilsast vel og ríkir mikil hamingja með nýjasta fjölskyldumeðliminn á heimilinu í Árbænum

Unnur er ein glæsilegasta kona landsins, og má því ætla að litla prinsessan verði sannkölluð fegurðardrottning eins og móðirin og stóra systirin, Unnur Birna, sem er einmitt fyrrverandi Ungfrú Heimur.

Unnur á auk Unnar Birnu, sem er 23 ára, Steinar 21 árs og Vilhjálm 15 ára. Ásgeir, maður Unnar á þrjár stelpur; Brynju 14 ára, Hörpu 17 ára og Rakel 23 ára. Í viðtali við Fréttablaðið í sumar segist Unnur ekki kvíða því að börnin verði sjö í lok október. "Er ekki sjö happatala?" spurði hún hlæjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.