Lífið

Nágrannarnir hundfúlir út í Kate Moss

Hvernig ætli þetta hefði verið ef hún hefði búið með Pete Doherty?
Hvernig ætli þetta hefði verið ef hún hefði búið með Pete Doherty? MYND/Getty
Nágrannar Kate Moss eru langt því frá hrifnir af fyrirsætunni. Stöðugt partýhald fram á nætur fer fyrir brjóstið á grönnunumm, sem eru við það að gefast upp á henni.

Þeir segja að síðan að súpermódelið og einstæða móðirin flutti inn með vinkonu sinni Davinu Taylor sé fyllerí í húsinu á hverju einasta kvöldi. Sextug nágrannakona fyrirsætunnar í St John's Wood í London sagði við Mirror að allir íbúar götunnar væru búnir að fá nóg.

,,Síðan þær fluttu inn hefur ástandið verið óþolandi. Það eru allir reiðir. Ég hef skrifað til þingmanna og lögreglunnar." sagði nágrannakonan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.