Hafnarfjörður og framtíðin 8. mars 2007 05:00 Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun