Hafnarfjörður og framtíðin 8. mars 2007 05:00 Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar