Lífið

Affleck elskar að vera pabbi

Affleck er nú hamingjusamur með Aliasstjörnunni Jennifer Garner
Affleck er nú hamingjusamur með Aliasstjörnunni Jennifer Garner MYND/Getty

„Violet dóttir mín er það besta sem hefur komið fyrir mig," segir Ben Affleck í samtali við Parade tímaritið. „Hún er hamingjusöm og talar eins og brjálæðingur. Hún fær mig til að brosa gerir mig svo hamingjusaman. Ef ég fer í burtu í einhvern tíma þá get ég ekki hugsað um annað en að komast heim til að vera nálægt henni."

Affleck viðurkennir þó að lífið hafi ekki alltaf brosað við honum. „Ég ólst upp á heimili þar sem ég fékk ekki viðurkenningu fyrir neitt sem ég gerði. Faðir minn átti við áfengisvanda að stríða og ég var sífellt að skipta um skóla. Ég eignaðist aldrei almennilega vini og var einmana."

Ekki varð ástandið betra þegar Affleck byrjaði í háskólanum í Vermont. „Ég fylgdi kærustu minni þangað en tveimur vikum seinna hringdi ég inn á herbergi hennar og þá svaraði annar strákur. Ég var í körfuboltaliðinu en meiddist á mjöðm og gat því ekki spilað. Heimavistin mín var lengst frá háskólasvæðinu og ég þekkti engan," segir Affleck.

Eftir að hafa setið einn á kaffistofunni í fimm vikur og skrópað í spænskutímum hringdi hann í æskuvin sinn Matt Damon og bað hann um að koma að sækja sig. Matt, sem var í Harvard, kom sex tímum síðar og hefur Affleck ekki stigið fæti inn í háskólann í Vermont síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.