Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni? 6. mars 2007 06:00 Internetið er frábært! Maður getur nýtt sér það til margskonar fróðleiks, spjallað við fólk, leikið sér, hlustað á útvarp, horft á sjónvarp og svo mætti lengi telja. Það má segja að Internetið sé í raun spegill þess sem gerist í heiminum og meira til. En eins og við vitum þá gerast bæði góðir og slæmir hlutir í heiminum og þeir geta endurspeglast á Internetinu. Þess vegna verðum við að vera vakandi fyrir þeim hættum sem leynast þarna úti. Sérstaklega þurfa foreldrar að vera á verði því óæskilegt efni leynist víða. Á íslenskum netsíðum sem oft eru vinsælar meðal unglinga er mjög oft óæskilegt efni sem er, bæði klámfengið og ofbeldisfullt. Það er sannarlega bannað að hýsa klámfengið efni á íslenskum netsíðum en ekki er að mér vitandi bannað að vísa í klámfengið efni. Fyrir nokkru fylgdist ég með ónefndri íslenskri netsíðu í vikutíma og var þá 32% af efninu ekki ætlað börnum og megnið af því efni var klámfengið. Tiltölulega einfalt var að fá aðgang að þessu efni það nægði að smella á einn hnapp til að fá aðgang. Internetið hefur þann kost að þar getur maður notið algjörrar nafnleyndar og komið skoðunum sínum á framfæri. Með það í huga sjáum við í hendi okkar að það er mjög auðvelt að villa á sér heimildir og hafa fréttir að undanförnu sýnt fram á að fullorðnir karlmenn hafa komið sér í samband við unglingsstúlkur undir fölskum formerkjum og þóst vera aðrir en þeir eru í raun. Hafa þeir jafnvel sýnt kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavélar. Fréttir undanfarið hafa einnig sagt frá unglingum sem hafa umturnast og gengið berserksgang þannig að þurft hefur að kalla til lögreglu þegar foreldar þeirra hafa gripið til þess ráðs að slökkva á, eða segja upp Internettengingu heimilisins. Hafa þessir unglingar verið að spila netleiki í óhóflegu magni. Margir foreldar eru ekki með tærnar þar sem börn þeirra eru með hælana í þekkingu á tölvum og Internetinu og eiga ekki gott með, eða gefa sér ekki tíma til að setja sig inn í þessi mál. Hvað geta foreldar gert í þessu? Eitt gæti verið að gefa börnum ekki kost á því að nota tölvur og Internetið en ég tel það ekki æskilegan kost vegna alls hins góða og fróðlega sem finna má á Internetinu og tölvan getur verið hentugt tæki til náms, vinnu og afþreyingar. Besta leiðin sem ég sé í stöðunni er að hafa tölvurnar í sameiginlegu fjölskyldurými þar sem auðvelt er að fylgjast með hvað barnið eða unglingurinn er að gera. Með þessari aðferð má sannarlega nota skömmtun á tíma og nota aðgang að tölvunni sem umbun. Eins er góð aðferð að gefa börnunum séraðgang að heimilistölvunni og foreldarnir hafi lykilorðið inn á aðgang þess. Vilji foreldar fræðast meira um Internetið væri sterkur leikur hjá þeim að fá börnin sín til þess að sýna þeim Internetið og þannig geta þau komist betur inn í heim barnanna. Ég hvet því alla foreldar til hefjast handa í þessum málum strax í dag og best er að byrja þegar börnin eru ung að árum og eru að stíga sín fyrstu notendaskref við tölvuna. Ekki er síst mikilvægt að allt þetta verði gert í samráði við ungmennið og það fái að vera með í ráðum þegar reglur um tölvunotkun eru settar. Í lokin vil ég nefna að samtökin Heimili og skóli hafa verið að vinna í þessum efnum í SAFT verkefninu á vefslóðinni http://www.saft.is Höfundur er útskriftarnemi í tómstunda- og félagsmálafræðum við Kennaraháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Internetið er frábært! Maður getur nýtt sér það til margskonar fróðleiks, spjallað við fólk, leikið sér, hlustað á útvarp, horft á sjónvarp og svo mætti lengi telja. Það má segja að Internetið sé í raun spegill þess sem gerist í heiminum og meira til. En eins og við vitum þá gerast bæði góðir og slæmir hlutir í heiminum og þeir geta endurspeglast á Internetinu. Þess vegna verðum við að vera vakandi fyrir þeim hættum sem leynast þarna úti. Sérstaklega þurfa foreldrar að vera á verði því óæskilegt efni leynist víða. Á íslenskum netsíðum sem oft eru vinsælar meðal unglinga er mjög oft óæskilegt efni sem er, bæði klámfengið og ofbeldisfullt. Það er sannarlega bannað að hýsa klámfengið efni á íslenskum netsíðum en ekki er að mér vitandi bannað að vísa í klámfengið efni. Fyrir nokkru fylgdist ég með ónefndri íslenskri netsíðu í vikutíma og var þá 32% af efninu ekki ætlað börnum og megnið af því efni var klámfengið. Tiltölulega einfalt var að fá aðgang að þessu efni það nægði að smella á einn hnapp til að fá aðgang. Internetið hefur þann kost að þar getur maður notið algjörrar nafnleyndar og komið skoðunum sínum á framfæri. Með það í huga sjáum við í hendi okkar að það er mjög auðvelt að villa á sér heimildir og hafa fréttir að undanförnu sýnt fram á að fullorðnir karlmenn hafa komið sér í samband við unglingsstúlkur undir fölskum formerkjum og þóst vera aðrir en þeir eru í raun. Hafa þeir jafnvel sýnt kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavélar. Fréttir undanfarið hafa einnig sagt frá unglingum sem hafa umturnast og gengið berserksgang þannig að þurft hefur að kalla til lögreglu þegar foreldar þeirra hafa gripið til þess ráðs að slökkva á, eða segja upp Internettengingu heimilisins. Hafa þessir unglingar verið að spila netleiki í óhóflegu magni. Margir foreldar eru ekki með tærnar þar sem börn þeirra eru með hælana í þekkingu á tölvum og Internetinu og eiga ekki gott með, eða gefa sér ekki tíma til að setja sig inn í þessi mál. Hvað geta foreldar gert í þessu? Eitt gæti verið að gefa börnum ekki kost á því að nota tölvur og Internetið en ég tel það ekki æskilegan kost vegna alls hins góða og fróðlega sem finna má á Internetinu og tölvan getur verið hentugt tæki til náms, vinnu og afþreyingar. Besta leiðin sem ég sé í stöðunni er að hafa tölvurnar í sameiginlegu fjölskyldurými þar sem auðvelt er að fylgjast með hvað barnið eða unglingurinn er að gera. Með þessari aðferð má sannarlega nota skömmtun á tíma og nota aðgang að tölvunni sem umbun. Eins er góð aðferð að gefa börnunum séraðgang að heimilistölvunni og foreldarnir hafi lykilorðið inn á aðgang þess. Vilji foreldar fræðast meira um Internetið væri sterkur leikur hjá þeim að fá börnin sín til þess að sýna þeim Internetið og þannig geta þau komist betur inn í heim barnanna. Ég hvet því alla foreldar til hefjast handa í þessum málum strax í dag og best er að byrja þegar börnin eru ung að árum og eru að stíga sín fyrstu notendaskref við tölvuna. Ekki er síst mikilvægt að allt þetta verði gert í samráði við ungmennið og það fái að vera með í ráðum þegar reglur um tölvunotkun eru settar. Í lokin vil ég nefna að samtökin Heimili og skóli hafa verið að vinna í þessum efnum í SAFT verkefninu á vefslóðinni http://www.saft.is Höfundur er útskriftarnemi í tómstunda- og félagsmálafræðum við Kennaraháskóla Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun