Innlent

Vinstrimenn á Norðurlöndum álykta um Vestur-Sahara

Baráttumenn fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara komu saman í Madríd á Spáni fyrir skömmu.
Baráttumenn fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara komu saman í Madríd á Spáni fyrir skömmu. MYND/AFP

Vinstriflokkar á Norðurlöndum sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á ríkisstjórnir Norðurlanda að viðurkenna sjálfstæði Vestur-Sahara.

„Meira er 35 ár eru liðin síðan Spánn yfirgaf þessa fyrrum nýlendu sína en allar götur síðan hefur Marokkó hersetið landið og íbúar þess lifað undir oki þeirra," segir í tilkynningunni. Þá segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi ítrekað ályktað að Vestur-Sahara skuli fara með sjálfsstjórn, en án árangurs.

„Dagana 18. og 19. júní fara fram samningaviðræður í New York um stjórnskipan þessa svæðis. Íbúar Vestur-Sahara þurfa því nauðsynlega á stuðningi að halda í sjálfstæðisbaráttu sinni næstu daga og vikur," segja vinstriflokkarnir. „Vinstri græn á Íslandi ásamt Vänsteralliansen í Finnlandi, Socialistisk Vensterparti í Noregi og Vänsterpartiet í Svíþjóð skora á stjórnvöld að styðja Vestur-Sahara í komandi samningaviðræðum. Besti stuðningurinn væri að sjálfsögðu að viðurkenna Vestur-Sahara sem sjálfstætt ríki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×