Innlent

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af tillögum Hafró

Rif, Snæfellsbæ
Rif, Snæfellsbæ MYND/365

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir í ályktun frá 14. júní áhyggjum vegna tillagna Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) fyrir fiskveiðiárið 2007-2007. Að mati bæjarstjórnarinnar lýsa þessar tillögur þeirri staðreynd að mikið vantar upp á vísindalega þekkingu og rannsóknir á þorskstofninum hér á landi.

Bæjarstjórnin telur tillögur Hafró vera í hrópandi ósamræmi við liðna vertíð sem er ein sú besta sem verið hefur við Breiðafjörð í langan tíma.

Ef tillögur hafró ganga efir þá er ljóst að sveitarfélög við Breiðafjörð verða fyrir miklum tekjumissi, segir í ályktuninni

Það sem vekur furðu í tillögu Hafró er á hverju ráðgjöfin er byggð. Lítið tillit er tekið til netarallsins, afladagbóka fiskiskipa og þeirri góðu fiskveiði sem var um allt land í vetur. Þær spurningar vakna hvort togararallið geti eitt og sér verið meginuppistaða í fiskveiðiráðgjöfinni.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra að hann skoði málin vandlega frá öllum hliðum áður en hann tekur ákvörðun um niðurskurð á þorskveiðum næsta árs. Jafnframt skorar bæjarstjórnin á sjávarútvegsráðherra að skipa nefnd sérfróðra manna til að fara yfir vinnuaðferðir Hafrannsóknarstofnunar.

Ályktunina í heild sinni má sjá hér að neðan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×