Fækkar í rjúpnastofninum um fjórðung milli ára 15. júní 2007 16:19 Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann.Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun kemur fram að á árunum 2003-2004 og 2004-2005, þegar veiðibann var í gildi, óx stofninn um 80-100 prósent á milli ára og átti sá vöxtur sér ekki hliðstæðu á fyrri árum. Stofnunin segir ástand rjúpnastofnsins í vor ekki í samræmi við það sem vænta mátti og að mat á veiðiþoli stofnins liggi fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar.Rjúpur voru taldar í vor á 41 svæði í öllum landshlutum og sýna frumniðurstöður að fækkun varð á nær öllum svæðum líkt og árið 2006. Aðeins á austanverðu landinu virðist veraum kyrrstöðu að ræða. Að meðaltali nam fækkun rjúpna 27 prósentum samanborið við 12 prósenta fækkun í fyrra.Náttúrufræðistofnun segir íslenska rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum. Síðustu áratugi hafi hins vegar gætt langtímaleitni niður á við í stofninum. Meginástæða fækkunar er að afföll fullorðinna rjúpna hafa aukist jafnt og þétt.Í ljósi þessarar þróunar lagði Náttúrfræðistofnun til fimm ára veiðibann árið 2003. Í framhaldi af því ákvað umhverfisráðherra að friða rjúpur í þrjú ár eða til haustsins 2006 en sem fyrr segir var friðuninni aflétt haustið 2005 í kjölfar mikillar uppsveiflu í stofninum.„Hlutfallslegur vöxtur rjúpnastofnsins á friðunarárunum 2003-2005 á sér ekki hliðstæðu á síðari árum og var þess vænst að uppsveifla stofnsins mundi vara í 4-5 ár eins og raunin hefur oftast verið á síðustu áratugum. Nú bregður hins vegar svo við að vöxtur stofnsins stöðvast eftir aðeins tvö ár og niðursveifla er hafin. Miðað við fyrri reynslu má gera ráð fyrir að hún muni vara næstu 4-5 ár," segir í tilkynningu Náttúrufræðistofnunar. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann.Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun kemur fram að á árunum 2003-2004 og 2004-2005, þegar veiðibann var í gildi, óx stofninn um 80-100 prósent á milli ára og átti sá vöxtur sér ekki hliðstæðu á fyrri árum. Stofnunin segir ástand rjúpnastofnsins í vor ekki í samræmi við það sem vænta mátti og að mat á veiðiþoli stofnins liggi fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar.Rjúpur voru taldar í vor á 41 svæði í öllum landshlutum og sýna frumniðurstöður að fækkun varð á nær öllum svæðum líkt og árið 2006. Aðeins á austanverðu landinu virðist veraum kyrrstöðu að ræða. Að meðaltali nam fækkun rjúpna 27 prósentum samanborið við 12 prósenta fækkun í fyrra.Náttúrufræðistofnun segir íslenska rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum. Síðustu áratugi hafi hins vegar gætt langtímaleitni niður á við í stofninum. Meginástæða fækkunar er að afföll fullorðinna rjúpna hafa aukist jafnt og þétt.Í ljósi þessarar þróunar lagði Náttúrfræðistofnun til fimm ára veiðibann árið 2003. Í framhaldi af því ákvað umhverfisráðherra að friða rjúpur í þrjú ár eða til haustsins 2006 en sem fyrr segir var friðuninni aflétt haustið 2005 í kjölfar mikillar uppsveiflu í stofninum.„Hlutfallslegur vöxtur rjúpnastofnsins á friðunarárunum 2003-2005 á sér ekki hliðstæðu á síðari árum og var þess vænst að uppsveifla stofnsins mundi vara í 4-5 ár eins og raunin hefur oftast verið á síðustu áratugum. Nú bregður hins vegar svo við að vöxtur stofnsins stöðvast eftir aðeins tvö ár og niðursveifla er hafin. Miðað við fyrri reynslu má gera ráð fyrir að hún muni vara næstu 4-5 ár," segir í tilkynningu Náttúrufræðistofnunar.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira