Fækkar í rjúpnastofninum um fjórðung milli ára 15. júní 2007 16:19 Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann.Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun kemur fram að á árunum 2003-2004 og 2004-2005, þegar veiðibann var í gildi, óx stofninn um 80-100 prósent á milli ára og átti sá vöxtur sér ekki hliðstæðu á fyrri árum. Stofnunin segir ástand rjúpnastofnsins í vor ekki í samræmi við það sem vænta mátti og að mat á veiðiþoli stofnins liggi fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar.Rjúpur voru taldar í vor á 41 svæði í öllum landshlutum og sýna frumniðurstöður að fækkun varð á nær öllum svæðum líkt og árið 2006. Aðeins á austanverðu landinu virðist veraum kyrrstöðu að ræða. Að meðaltali nam fækkun rjúpna 27 prósentum samanborið við 12 prósenta fækkun í fyrra.Náttúrufræðistofnun segir íslenska rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum. Síðustu áratugi hafi hins vegar gætt langtímaleitni niður á við í stofninum. Meginástæða fækkunar er að afföll fullorðinna rjúpna hafa aukist jafnt og þétt.Í ljósi þessarar þróunar lagði Náttúrfræðistofnun til fimm ára veiðibann árið 2003. Í framhaldi af því ákvað umhverfisráðherra að friða rjúpur í þrjú ár eða til haustsins 2006 en sem fyrr segir var friðuninni aflétt haustið 2005 í kjölfar mikillar uppsveiflu í stofninum.„Hlutfallslegur vöxtur rjúpnastofnsins á friðunarárunum 2003-2005 á sér ekki hliðstæðu á síðari árum og var þess vænst að uppsveifla stofnsins mundi vara í 4-5 ár eins og raunin hefur oftast verið á síðustu áratugum. Nú bregður hins vegar svo við að vöxtur stofnsins stöðvast eftir aðeins tvö ár og niðursveifla er hafin. Miðað við fyrri reynslu má gera ráð fyrir að hún muni vara næstu 4-5 ár," segir í tilkynningu Náttúrufræðistofnunar. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann.Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun kemur fram að á árunum 2003-2004 og 2004-2005, þegar veiðibann var í gildi, óx stofninn um 80-100 prósent á milli ára og átti sá vöxtur sér ekki hliðstæðu á fyrri árum. Stofnunin segir ástand rjúpnastofnsins í vor ekki í samræmi við það sem vænta mátti og að mat á veiðiþoli stofnins liggi fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar.Rjúpur voru taldar í vor á 41 svæði í öllum landshlutum og sýna frumniðurstöður að fækkun varð á nær öllum svæðum líkt og árið 2006. Aðeins á austanverðu landinu virðist veraum kyrrstöðu að ræða. Að meðaltali nam fækkun rjúpna 27 prósentum samanborið við 12 prósenta fækkun í fyrra.Náttúrufræðistofnun segir íslenska rjúpnastofninn sveiflast mikið af náttúrulegum orsökum. Síðustu áratugi hafi hins vegar gætt langtímaleitni niður á við í stofninum. Meginástæða fækkunar er að afföll fullorðinna rjúpna hafa aukist jafnt og þétt.Í ljósi þessarar þróunar lagði Náttúrfræðistofnun til fimm ára veiðibann árið 2003. Í framhaldi af því ákvað umhverfisráðherra að friða rjúpur í þrjú ár eða til haustsins 2006 en sem fyrr segir var friðuninni aflétt haustið 2005 í kjölfar mikillar uppsveiflu í stofninum.„Hlutfallslegur vöxtur rjúpnastofnsins á friðunarárunum 2003-2005 á sér ekki hliðstæðu á síðari árum og var þess vænst að uppsveifla stofnsins mundi vara í 4-5 ár eins og raunin hefur oftast verið á síðustu áratugum. Nú bregður hins vegar svo við að vöxtur stofnsins stöðvast eftir aðeins tvö ár og niðursveifla er hafin. Miðað við fyrri reynslu má gera ráð fyrir að hún muni vara næstu 4-5 ár," segir í tilkynningu Náttúrufræðistofnunar.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira