Formsatriði - San Antonio NBA meistari 2007 15. júní 2007 04:18 Tim Duncan og Tony Parker fagna titlinum í nótt AFP San Antonio tryggði sér í nótt fjórða NBA titil félagsins síðan árið 1999 þegar liðið lagði Cleveland 83-82 á útivelli og vann því úrslitaeinvígið örugglega 4-0. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna eftir að hafa verið óstöðvandi í einvíginu. Manu Ginobili skoraði 27 stig fyrir San Antonio í leiknum, Parker 24 og Tim Duncan 12 stig og hirti 15 fráköst. Ginobili skoraði 13 af stigum sínum í lokaleikhlutanum en þá gerði Cleveland mikið áhlaup eftir að hafa verið undir allan leikinn. Ginobili hélt ró sinni vel og setti vítin sín niður í lokin, en þriggja stiga karfa frá Damon Jones um leið og lokaflautið gall lagaði lokastöðuna fyrir heimamenn. "Ég verð aldrei þreyttur á að vinna titla og ég er ekki frá því að þessi sé sá sætasti til þessa," sagði Tim Duncan. "Þetta er búið að vera ótrúlegt ár og þetta lið er sannarlega frábært. Þetta var gríðarlega erfið úrslitakeppni. Þetta var meira að segja sætari sigur en þegar við unnum þann fyrsta árið 1999." Drew Gooden skoraði 11 stig og hirti 11 fráköst fyrir Cleveland og nýliðinn Daniel Gibson 10, en það sama var uppi á teningnum í þessum leik og fyrstu þremur - San Antonio var einfaldlega númeri of stór andstæðingur og James "Konungur" verður að bíða eitthvað lengur eftir sínum fyrsta NBA meistaratitli.Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Cleveland fór í gegn um vængbrotið lið Washington, miðlungslið New Jersey og bensínlaust lið Detroit Pistons á leið sinni í lokaúrslitin. Það verður ekki af LeBron James tekið að hann stimplaði sig rækilega inn í einvíginu við Detroit í úrslitum Austurdeildar, þar sem hann bar lið sitt á herðum sér. Hann komst aldrei upp með slíkt gegn þrautreyndu liði San Antonio, þar sem varnarleikur liðsins var ekki síst hannaður með það fyrir augum að gera ungstirninu erfitt fyrir. Leið San Antonio var heldur grýttari í úrslitin. Liðið lagði sjóðheitt lið Denver örugglega í fyrstu umferðinni, en hafði heppnina sannarlega á sínu bandi í annari umferðinni þar sem liðið lagði Phoenix 4-2. Þess einvígis verður klárlega minnst sem seríunnar sem fór langt með að skera úr um hvaða lið yrði NBA meistari. Leikbönn sem tveir af lykilmönnum Phoenix fengu í lykilleiknum í því einvígi höfðu mikið að segja um niðurstöðuna þar, en lið San Antonio var þó í bílstjórasætinu allan tímann. Liðið mætti svo ungu liði Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildar og þar var það sama uppi á teningnum og gegn Cleveland nú - sigur Spurs virtist aldrei í hættu.Tony Parker sló í gegn - San Antonio í hóp úrvalsliðaKOSS FRÁ EVU SINNI - Tony Parker varð fyrsti Evrópumaðurinn til að vera kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna í NBA og smellir hér einum blautum á hina aðþrengdu eiginkonu sína eftir að titillinn var í höfnAFPTony Parker var sem fyrr segir kosinn verðmætasti leikmaður úrslitanna og er þessi ungi Frakki vel að því kominn. Tim Duncan hafði til þessa verið kosinn verðmætasti leikmaður úrslitanna í titlum félagsins 1999, 2003 og 2005. Parker fékk vænan koss frá Evu sinni Longoriu eftir leikinn og fer nú beint í að undirbúa brúðkaup þeirra hjóna í næsta mánuði. Parker skoraði 24,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu og hitti úr 57% skota sinna utan af velli. Hann er fyrsti Evrópubúinn til að hljóta þessa eftirsóttu nafnbót og aðeins þriðji "útlendingurinn" ásamt Tim Duncan (Jómfrúareyjum) og Hakeem Olajuwon (Nígeríu).Nokkrar aðrar fallegar sögur komu upp á yfiborðið í einvíginu. Bakvörðurinn Michael Finley hjá San Antonio var þarna að vinna sinn fyrsta titil á löngum ferli og sér eflaust ekki eftir ákvörðun sinni að ganga í raðir San Antonio frá Dallas fyrir tveimur árum. Kaldhæðni örlaganna er sú að Dallas kaus að losa sig við hann yfir til helstu keppinauta sinna í Texas - en er enn að greiða honum himinhá laun af gamla samningnum hans fyrir að hjálpa San Antonio við að vinna meistaratitilinn.Tony Parker tileinkaði Finley verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vera kosinn verðmætasti leikmaðurinn. Finley var hinsvegar fljótur að grípa boltann sem notaður var í leiknum og eigna sér hann til minningar. "Ég er ekki frá því að ég sofi með hann milli mín og konunnar," sagði Finley um boltann góða - en gat lítið meira tjáð sig í mikilli geðshræringu.Þá má ekki gleyma hinum ótrúlega Robert Horry hjá San Antonio, en hann var að vinna sinn sjöunda meistaratitil á ferinum. Horry varð tvöfaldur meistari með Houston, þrefaldur með LA Lakers og varð svo meistari með San Antonio í annað sinn í nótt. Þessi árangur er eitthvað sem aðeins menn á borð við goðsögnina Bill Russell hjá Boston Celtics geta státað af, en sá vann reyndar 11 titla með Boston sem leikmaður og þjálfari fyrir um hálfri öld síðan.San Antonio er sömuleiðis búið að koma sér í hóp úrvalsliða í sögu NBA sem hafa unnið fjóra eða fleiri titla, en aðeins Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6) hafa unnið fleiri titla í sögunni. 4-0 sigur San Antonio í úrslitunum nú var aðeins fjórða "sópið" í úrslitum NBA frá því deildin var stofnuð árið 1947.Hér fyrir neðan eru svo tenglar með umfjöllun um fyrstu þrjá leikina í úrslitaeinvíginu. NBA Tengdar fréttir San Antonio með aðra höndina á titlinum San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. 13. júní 2007 05:25 Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
San Antonio tryggði sér í nótt fjórða NBA titil félagsins síðan árið 1999 þegar liðið lagði Cleveland 83-82 á útivelli og vann því úrslitaeinvígið örugglega 4-0. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna eftir að hafa verið óstöðvandi í einvíginu. Manu Ginobili skoraði 27 stig fyrir San Antonio í leiknum, Parker 24 og Tim Duncan 12 stig og hirti 15 fráköst. Ginobili skoraði 13 af stigum sínum í lokaleikhlutanum en þá gerði Cleveland mikið áhlaup eftir að hafa verið undir allan leikinn. Ginobili hélt ró sinni vel og setti vítin sín niður í lokin, en þriggja stiga karfa frá Damon Jones um leið og lokaflautið gall lagaði lokastöðuna fyrir heimamenn. "Ég verð aldrei þreyttur á að vinna titla og ég er ekki frá því að þessi sé sá sætasti til þessa," sagði Tim Duncan. "Þetta er búið að vera ótrúlegt ár og þetta lið er sannarlega frábært. Þetta var gríðarlega erfið úrslitakeppni. Þetta var meira að segja sætari sigur en þegar við unnum þann fyrsta árið 1999." Drew Gooden skoraði 11 stig og hirti 11 fráköst fyrir Cleveland og nýliðinn Daniel Gibson 10, en það sama var uppi á teningnum í þessum leik og fyrstu þremur - San Antonio var einfaldlega númeri of stór andstæðingur og James "Konungur" verður að bíða eitthvað lengur eftir sínum fyrsta NBA meistaratitli.Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Cleveland fór í gegn um vængbrotið lið Washington, miðlungslið New Jersey og bensínlaust lið Detroit Pistons á leið sinni í lokaúrslitin. Það verður ekki af LeBron James tekið að hann stimplaði sig rækilega inn í einvíginu við Detroit í úrslitum Austurdeildar, þar sem hann bar lið sitt á herðum sér. Hann komst aldrei upp með slíkt gegn þrautreyndu liði San Antonio, þar sem varnarleikur liðsins var ekki síst hannaður með það fyrir augum að gera ungstirninu erfitt fyrir. Leið San Antonio var heldur grýttari í úrslitin. Liðið lagði sjóðheitt lið Denver örugglega í fyrstu umferðinni, en hafði heppnina sannarlega á sínu bandi í annari umferðinni þar sem liðið lagði Phoenix 4-2. Þess einvígis verður klárlega minnst sem seríunnar sem fór langt með að skera úr um hvaða lið yrði NBA meistari. Leikbönn sem tveir af lykilmönnum Phoenix fengu í lykilleiknum í því einvígi höfðu mikið að segja um niðurstöðuna þar, en lið San Antonio var þó í bílstjórasætinu allan tímann. Liðið mætti svo ungu liði Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildar og þar var það sama uppi á teningnum og gegn Cleveland nú - sigur Spurs virtist aldrei í hættu.Tony Parker sló í gegn - San Antonio í hóp úrvalsliðaKOSS FRÁ EVU SINNI - Tony Parker varð fyrsti Evrópumaðurinn til að vera kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna í NBA og smellir hér einum blautum á hina aðþrengdu eiginkonu sína eftir að titillinn var í höfnAFPTony Parker var sem fyrr segir kosinn verðmætasti leikmaður úrslitanna og er þessi ungi Frakki vel að því kominn. Tim Duncan hafði til þessa verið kosinn verðmætasti leikmaður úrslitanna í titlum félagsins 1999, 2003 og 2005. Parker fékk vænan koss frá Evu sinni Longoriu eftir leikinn og fer nú beint í að undirbúa brúðkaup þeirra hjóna í næsta mánuði. Parker skoraði 24,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu og hitti úr 57% skota sinna utan af velli. Hann er fyrsti Evrópubúinn til að hljóta þessa eftirsóttu nafnbót og aðeins þriðji "útlendingurinn" ásamt Tim Duncan (Jómfrúareyjum) og Hakeem Olajuwon (Nígeríu).Nokkrar aðrar fallegar sögur komu upp á yfiborðið í einvíginu. Bakvörðurinn Michael Finley hjá San Antonio var þarna að vinna sinn fyrsta titil á löngum ferli og sér eflaust ekki eftir ákvörðun sinni að ganga í raðir San Antonio frá Dallas fyrir tveimur árum. Kaldhæðni örlaganna er sú að Dallas kaus að losa sig við hann yfir til helstu keppinauta sinna í Texas - en er enn að greiða honum himinhá laun af gamla samningnum hans fyrir að hjálpa San Antonio við að vinna meistaratitilinn.Tony Parker tileinkaði Finley verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vera kosinn verðmætasti leikmaðurinn. Finley var hinsvegar fljótur að grípa boltann sem notaður var í leiknum og eigna sér hann til minningar. "Ég er ekki frá því að ég sofi með hann milli mín og konunnar," sagði Finley um boltann góða - en gat lítið meira tjáð sig í mikilli geðshræringu.Þá má ekki gleyma hinum ótrúlega Robert Horry hjá San Antonio, en hann var að vinna sinn sjöunda meistaratitil á ferinum. Horry varð tvöfaldur meistari með Houston, þrefaldur með LA Lakers og varð svo meistari með San Antonio í annað sinn í nótt. Þessi árangur er eitthvað sem aðeins menn á borð við goðsögnina Bill Russell hjá Boston Celtics geta státað af, en sá vann reyndar 11 titla með Boston sem leikmaður og þjálfari fyrir um hálfri öld síðan.San Antonio er sömuleiðis búið að koma sér í hóp úrvalsliða í sögu NBA sem hafa unnið fjóra eða fleiri titla, en aðeins Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6) hafa unnið fleiri titla í sögunni. 4-0 sigur San Antonio í úrslitunum nú var aðeins fjórða "sópið" í úrslitum NBA frá því deildin var stofnuð árið 1947.Hér fyrir neðan eru svo tenglar með umfjöllun um fyrstu þrjá leikina í úrslitaeinvíginu.
NBA Tengdar fréttir San Antonio með aðra höndina á titlinum San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. 13. júní 2007 05:25 Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
San Antonio með aðra höndina á titlinum San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. 13. júní 2007 05:25
Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23