Erlent

Áfrýjunarréttarhöld hafin

Áfrýjunarréttarhald í málum sex sakborninga í Munch-málverkaráninu frá árinu 2004 hófst í Borgardómi Óslóar í gær.

Fyrsta verk dómforsetans var að vísa frá beiðni verjenda um frekari frestun á réttarhaldinu. Í maí voru þrír sakborningar dæmdir fyrir að hjálpa þjófunum. Þrír aðrir voru sýknaðir.

Grímuklæddir, vopnaðir þjófar höfðu tvö af þekktustu og verðmætustu málverkum Munchs, „Ópinu" og „Madonnu", á brott með sér úr Munch-safninu í Ósló síðsumars 2004. Þau fundust skemmd í lok ágúst. Unnið er að viðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×