Lífið

Bollur í bílförmum

Óttar B. Sveinsson og starfsfólk hans baka fjölmargar tegundir af bollum, en Bakarameistarinn býður meðal annars upp á daimkúlubollu í ár.
Óttar B. Sveinsson og starfsfólk hans baka fjölmargar tegundir af bollum, en Bakarameistarinn býður meðal annars upp á daimkúlubollu í ár. MYND/GVA

Bolludagurinn gengur í garð á mánudag og eru margir eflaust farnir að huga að bollubakstri. Þeir sem ekki baka þurfa þó ekki að sitja uppi bollulausir, því bakarar landsins hafa brett upp ermarnar og framleiða kræsingarnar á færibandi.

Óttar B. Sveinsson, framleiðslustjóri hjá Bakarameistaranum, sagði menn þar á bæ hafa þjóf-startað aðeins í bolluáti. „Við vorum með smá smakk um síðustu helgi og höfum verið að selja aðeins síðan, svona til að koma okkur í gang,“ sagði Óttar. „Það eru svo sem engin læti í þessu núna, það byrjar ekkert fyrr en á laugardaginn,“ sagði hann. „Sunnudagurinn er orðinn mjög vinsæll hjá fjölskyldufólkinu og svo er mánudagurinn langstærstur, þá eru fyrirtækin líka að panta.“

Bakarameistarinn býður upp á vatnsdeigsbollur, gerbollur og vínarbrauðsdeigsbollur, en Óttar sagði vatnsdeigsbollurnar hafa vinninginn í vinsældum. Þar með er þó ekki allt upp talið, því velja má á milli fjölmargra mismunandi fyllinga. „Við erum með hefðbundnar rjómabollur, púnsbollur með rommi, bollur með jarðarberjarjóma, súkkulaðirjóma og irish coffee rjóma, svo eitthvað sé nefnt.“ sagði Óttar. Að sögn hans bætast nýjungar í hópinn á hverju ári, og er þeim alltaf vel tekið. „Nýjung ársins er daimkúlubolla,“ sagði Óttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.