Rausnarlegur ránsfengur úr ríkissjóði 15. febrúar 2007 05:00 Lögin um fjármál stjórnmálaflokka sem samþykkt voru í desember s.l. fá litla sem enga umfjöllun fjölmiðla þrátt fyrir að vera einhver mesta atlaga sem gerð hefur verið að lýðræðinu. Hvers vegna er það? Jú, ástæðan er sú að þingflokkarnir eru allir samsekir í siðblindri lagasetningu sinni varðandi ríkisstyrki til stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Þeir fengu allir hlutfallslega sinn skerf af þessum ránsfeng og þegja þunnu hljóði þess vegna. Ríkisstyrkur þessi nemur hvorki meira né minna en 1.200 milljónum á 4 árum eða nærri 20 milljónum á hvern einasta þingmann. Þeir eru því nánast að fá með sér styrk sem fer hátt í launin þeirra á hverju ári. Það hlýtur hver að sjá að þessar fjárhæðir kæfa öll ný stjórnmálasamtök héðan í frá. Það er nánast útilokað að koma nokkrum málstað inn á þing þótt brýna nauðsyn beri til. Kjósendur eiga eftir að sjá stærsta og geggjaðasta kosningaauglýsingasukk allra tíma í næstu Alþingiskosningum. Og það í boði kjósenda sem styðja þá jafnvel ekki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að almennu eftirliti með fjárveitingum sé ábótavant. Þingmönnum er orðið alveg sama hvert peningarnir fara svo lengi sem þeir fái líka sinn skerf. Þær röksemdir sem heyrast fyrir því að stjórnmálaflokkarnir taki fé úr ríkissjóði eru þær helstar að þá sé hægt að opna bókhald flokkanna. Það var ekki hægt áður vegna þess að þá hefði komið í ljós öll sú spilling sem felst í greiðslum frá ríkum fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa fengið í staðinn fyrirgreiðslu á næstum öllum sviðum þjóðlífsins. Það fæst ekkert ókeypis frá stuðningsaðilum stjórnmálaflokka, alla styrki þarf að gera upp um síðir. Það er líka ljóst að þó að bókhald flokkanna verði opnað nú þegar eina greiðslan kemur nánast frá ríkinu að ekki verði kíkt neitt á eldri árin með spilltu greiðslunum. Svo virðist sem þingheimur hafi fest sig í þeirri dæmalausu rökhugsun að betra væri að mútugreiðslur til stjórnmálaflokkanna kæmu bara beint úr ríkissjóði! Mig langar að spyrja þingmenn: Hvar var lýðræðishugsjón ykkar á þeirri stundu þegar atkvæði voru greidd um þetta siðlausa frumvarp? Hvernig datt ykkur í hug að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins rúmaði þennan verknað? Hvers vegna er úthlutunin byggð á 4 ára gömlum kosningum þegar sömu 4 árin eru næstum fyrningartími á flestar aðrar fjárkröfur? Er hægt að fá þessa lagasetningu ógildaða með dómi? Flokkurinn, sem er samtök jafnaðarmanna, mun beita sér fyrir því að þessi lög um ríkisstyrkinn verði afnumin. Höfundur er formaður Flokksins - stjórnmálasamtaka. Kjósendur eiga eftir að sjá stærsta og geggjaðasta kosningaauglýsingasukk allra tíma í næstu Alþingiskosningum. Og það í boði kjósenda sem styðja þá jafnvel ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Lögin um fjármál stjórnmálaflokka sem samþykkt voru í desember s.l. fá litla sem enga umfjöllun fjölmiðla þrátt fyrir að vera einhver mesta atlaga sem gerð hefur verið að lýðræðinu. Hvers vegna er það? Jú, ástæðan er sú að þingflokkarnir eru allir samsekir í siðblindri lagasetningu sinni varðandi ríkisstyrki til stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Þeir fengu allir hlutfallslega sinn skerf af þessum ránsfeng og þegja þunnu hljóði þess vegna. Ríkisstyrkur þessi nemur hvorki meira né minna en 1.200 milljónum á 4 árum eða nærri 20 milljónum á hvern einasta þingmann. Þeir eru því nánast að fá með sér styrk sem fer hátt í launin þeirra á hverju ári. Það hlýtur hver að sjá að þessar fjárhæðir kæfa öll ný stjórnmálasamtök héðan í frá. Það er nánast útilokað að koma nokkrum málstað inn á þing þótt brýna nauðsyn beri til. Kjósendur eiga eftir að sjá stærsta og geggjaðasta kosningaauglýsingasukk allra tíma í næstu Alþingiskosningum. Og það í boði kjósenda sem styðja þá jafnvel ekki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að almennu eftirliti með fjárveitingum sé ábótavant. Þingmönnum er orðið alveg sama hvert peningarnir fara svo lengi sem þeir fái líka sinn skerf. Þær röksemdir sem heyrast fyrir því að stjórnmálaflokkarnir taki fé úr ríkissjóði eru þær helstar að þá sé hægt að opna bókhald flokkanna. Það var ekki hægt áður vegna þess að þá hefði komið í ljós öll sú spilling sem felst í greiðslum frá ríkum fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa fengið í staðinn fyrirgreiðslu á næstum öllum sviðum þjóðlífsins. Það fæst ekkert ókeypis frá stuðningsaðilum stjórnmálaflokka, alla styrki þarf að gera upp um síðir. Það er líka ljóst að þó að bókhald flokkanna verði opnað nú þegar eina greiðslan kemur nánast frá ríkinu að ekki verði kíkt neitt á eldri árin með spilltu greiðslunum. Svo virðist sem þingheimur hafi fest sig í þeirri dæmalausu rökhugsun að betra væri að mútugreiðslur til stjórnmálaflokkanna kæmu bara beint úr ríkissjóði! Mig langar að spyrja þingmenn: Hvar var lýðræðishugsjón ykkar á þeirri stundu þegar atkvæði voru greidd um þetta siðlausa frumvarp? Hvernig datt ykkur í hug að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins rúmaði þennan verknað? Hvers vegna er úthlutunin byggð á 4 ára gömlum kosningum þegar sömu 4 árin eru næstum fyrningartími á flestar aðrar fjárkröfur? Er hægt að fá þessa lagasetningu ógildaða með dómi? Flokkurinn, sem er samtök jafnaðarmanna, mun beita sér fyrir því að þessi lög um ríkisstyrkinn verði afnumin. Höfundur er formaður Flokksins - stjórnmálasamtaka. Kjósendur eiga eftir að sjá stærsta og geggjaðasta kosningaauglýsingasukk allra tíma í næstu Alþingiskosningum. Og það í boði kjósenda sem styðja þá jafnvel ekki.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar