Hvenær er eitthvað rasismi og hvenær verður eitthvað fasismi? 15. febrúar 2007 05:00 Í árdaga kristninnar varð til stétt guðfræðinga sem hafði það hlutverk að rýna í texta guðspjallanna og Biblíunnar og túlka það sem þar stóð. Það var nefnilega alls ekki víst og jafnvel ómögulegt að textinn sem þar birtist þýddi námkvæmlega það sem hinn óupplýsti almenningur las út úr honum. Það fer ekki hjá því þegar grein Hauks Más Helgasonar „Fangelsisskissur og frjálslyndisgloríur“ í Fréttablaðinu 11. febrúar er lesin, að álykta að Haukur hafi að einhverju leyti sett sjálfan sig í slíkt hlutverk. Haukur á að minnsta kosti ekki í neinum vandræðum með að taka texta og lesa það út úr honum sem hann vill lesa. Haukur notar óspart kenningar slóvenska heimspekingsins Slavoj Zisek um gerviatburði og aðdróttanir, til að skapa sjálfur gerviatburði og aðdróttanir, til að koma á þá höggi sem honum er í nöp við eða þá sem hann vill gera skoðanir upp. Það að formaður Frjálslynda flokksins hafi í opnunarræðu landsþings sama flokks nefnt útlendinga og berkla á sama stað, „án þess að segja berum orðum hvaða tengsl væru þar á milli“, er notað sem dæmi í þessu tilviki og klykkt út með dæmigerðum ýkjustíl sem virðist vera allsráðandi í gerð greinarinnar: „Slík beiting aðdróttana er sjaldheyrð nema á stríðstímum, þegar ýjað er að skaðvænlegum, jafnvel ómannúðlegum eiginleikum andstæðings.“ Haukur segir svo: „Svona má ýja að samhengi og skapa hugrenningatengsl.“ Hann er þó ekki að birta þann texta sem um er að ræða sem hefði væntanlega átt að gefa orðum hans frekara gildi. Haukur er svo sannfærður um að strætófarþegar á Akureyri séu með aðdróttanir í garð útlendinga. Það að þeir séu ánægðir með að geta „talað við bílstjórana orðabókalaust, þar sem þeir eru allir íslenskir“ er dæmi um slíkt: „Það sem er sagt er þannig séð auðvelt að kljást við en það eru aðdróttanirnar, allt sem ýjað er að og gaukað að umleikis meintan kjarna hvers máls“ en tekst ekki á neinn hátt að koma orðum að því hvernig það, að farþegum strætó á Akureyri þyki það betra að geta spurt til vegar á sínu eigin tungumáli geti verið „aðdróttanir“ eða að það sé á einhvern veg verið að að „ýja“ að einhverju í þeirri grein sem hann vitnar í. Hægt væri að nefna frekari dæmi um dæmalausan málflutning Hauks en vegna plássleysis verða þessi tvö að duga. „Rasismi er tilraun til að gefa óyndi, ljóninu í veginum milli manns og nautnar hans, andlit og nafn“ lýsir Haukur skáldlega en líkir síðan rasisma við alkóhólisma og hann heldur áfram að vitna í áðurgreindan Slavoj Zizek sem er „poppstjarna heimspekinnar í dag“ en sá virðist hafa miklar áhyggjur af samferðamönnum sínum sem eru flestir fastir í eigin „offramleiðslu óra“, þar á meðal rasisma ef taka á mark á Hauki. Haukur fjallar um komandi kosningabaráttu hér á landi og hefur miklar áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn noti „frjálslynda“ nafnið og hann hefur einnig áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn vilji ræða um stöðu innflytjenda hér á landi. Hann heldur því fram að flokkurinn opni „ekki þarfa umræðu“ heldur ætli Jón Magnússon og Magnús Þór að „beina hvöt, og jafnvel góðum vilja í einkar varasaman farveg“ og spyr svo: „Hvernig má hnika umræðunni í eitthvað annað – breyta henni jafnvel í samræðu?“ Hann gefur engar upplýsingar um hvernig hann hafi komist að þessari niðurstöðu og hann virðist hafa litla trú á að samborgarar hans komi til með að sjá í gegnum innantóman málflutning eða bellibrögð. Það virðist þó nokkuð ljóst að Haukur hefur engan áhuga á að ræða um málefni innflytjenda, hvort sem það er við meðlimi Frjálslynda flokksins eða nokkurn annan, hvort sem það er í umræðu eða samræðu, ekki nema til að fræða þá um sínar eigin skoðanir. Og þá hljótum við að víkja að því hversu hættulegt það er ef ekki má ræða hlutina, hvorki jákvæða eða neikvæða. Það er svo enn verra ef það má ekki, af því að þeir sem vilja ræða þá, eru með „rangar skoðanir“. Þá er illa komið fyrir lýðræðinu og öllu frelsinu sem lagt er af stað til að verja og Haukur farinn að líkjast fasistum sem einmitt vildu ekki leyfa neina umræðu aðra en þá sem var þeim þóknanleg. Höfundur er tölvunarfræðingur sem er ekki í Frjálslynda flokknum, tengist Frjálslynda flokknum ekki á nokkurn hátt og hefur ekki í hyggju að kjósa hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í árdaga kristninnar varð til stétt guðfræðinga sem hafði það hlutverk að rýna í texta guðspjallanna og Biblíunnar og túlka það sem þar stóð. Það var nefnilega alls ekki víst og jafnvel ómögulegt að textinn sem þar birtist þýddi námkvæmlega það sem hinn óupplýsti almenningur las út úr honum. Það fer ekki hjá því þegar grein Hauks Más Helgasonar „Fangelsisskissur og frjálslyndisgloríur“ í Fréttablaðinu 11. febrúar er lesin, að álykta að Haukur hafi að einhverju leyti sett sjálfan sig í slíkt hlutverk. Haukur á að minnsta kosti ekki í neinum vandræðum með að taka texta og lesa það út úr honum sem hann vill lesa. Haukur notar óspart kenningar slóvenska heimspekingsins Slavoj Zisek um gerviatburði og aðdróttanir, til að skapa sjálfur gerviatburði og aðdróttanir, til að koma á þá höggi sem honum er í nöp við eða þá sem hann vill gera skoðanir upp. Það að formaður Frjálslynda flokksins hafi í opnunarræðu landsþings sama flokks nefnt útlendinga og berkla á sama stað, „án þess að segja berum orðum hvaða tengsl væru þar á milli“, er notað sem dæmi í þessu tilviki og klykkt út með dæmigerðum ýkjustíl sem virðist vera allsráðandi í gerð greinarinnar: „Slík beiting aðdróttana er sjaldheyrð nema á stríðstímum, þegar ýjað er að skaðvænlegum, jafnvel ómannúðlegum eiginleikum andstæðings.“ Haukur segir svo: „Svona má ýja að samhengi og skapa hugrenningatengsl.“ Hann er þó ekki að birta þann texta sem um er að ræða sem hefði væntanlega átt að gefa orðum hans frekara gildi. Haukur er svo sannfærður um að strætófarþegar á Akureyri séu með aðdróttanir í garð útlendinga. Það að þeir séu ánægðir með að geta „talað við bílstjórana orðabókalaust, þar sem þeir eru allir íslenskir“ er dæmi um slíkt: „Það sem er sagt er þannig séð auðvelt að kljást við en það eru aðdróttanirnar, allt sem ýjað er að og gaukað að umleikis meintan kjarna hvers máls“ en tekst ekki á neinn hátt að koma orðum að því hvernig það, að farþegum strætó á Akureyri þyki það betra að geta spurt til vegar á sínu eigin tungumáli geti verið „aðdróttanir“ eða að það sé á einhvern veg verið að að „ýja“ að einhverju í þeirri grein sem hann vitnar í. Hægt væri að nefna frekari dæmi um dæmalausan málflutning Hauks en vegna plássleysis verða þessi tvö að duga. „Rasismi er tilraun til að gefa óyndi, ljóninu í veginum milli manns og nautnar hans, andlit og nafn“ lýsir Haukur skáldlega en líkir síðan rasisma við alkóhólisma og hann heldur áfram að vitna í áðurgreindan Slavoj Zizek sem er „poppstjarna heimspekinnar í dag“ en sá virðist hafa miklar áhyggjur af samferðamönnum sínum sem eru flestir fastir í eigin „offramleiðslu óra“, þar á meðal rasisma ef taka á mark á Hauki. Haukur fjallar um komandi kosningabaráttu hér á landi og hefur miklar áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn noti „frjálslynda“ nafnið og hann hefur einnig áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn vilji ræða um stöðu innflytjenda hér á landi. Hann heldur því fram að flokkurinn opni „ekki þarfa umræðu“ heldur ætli Jón Magnússon og Magnús Þór að „beina hvöt, og jafnvel góðum vilja í einkar varasaman farveg“ og spyr svo: „Hvernig má hnika umræðunni í eitthvað annað – breyta henni jafnvel í samræðu?“ Hann gefur engar upplýsingar um hvernig hann hafi komist að þessari niðurstöðu og hann virðist hafa litla trú á að samborgarar hans komi til með að sjá í gegnum innantóman málflutning eða bellibrögð. Það virðist þó nokkuð ljóst að Haukur hefur engan áhuga á að ræða um málefni innflytjenda, hvort sem það er við meðlimi Frjálslynda flokksins eða nokkurn annan, hvort sem það er í umræðu eða samræðu, ekki nema til að fræða þá um sínar eigin skoðanir. Og þá hljótum við að víkja að því hversu hættulegt það er ef ekki má ræða hlutina, hvorki jákvæða eða neikvæða. Það er svo enn verra ef það má ekki, af því að þeir sem vilja ræða þá, eru með „rangar skoðanir“. Þá er illa komið fyrir lýðræðinu og öllu frelsinu sem lagt er af stað til að verja og Haukur farinn að líkjast fasistum sem einmitt vildu ekki leyfa neina umræðu aðra en þá sem var þeim þóknanleg. Höfundur er tölvunarfræðingur sem er ekki í Frjálslynda flokknum, tengist Frjálslynda flokknum ekki á nokkurn hátt og hefur ekki í hyggju að kjósa hann.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar