Erlent

Hugðist ræna keppinautnum

Lisa M. Nowak Ók 15.000 kílómetra í dulargerfi og með bleiu.
Lisa M. Nowak Ók 15.000 kílómetra í dulargerfi og með bleiu. MYND/AP

Lisa M. Nowak, rúmlega fertug bandarísk kona sem í sumar flug með geimfari til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, var handtekin og leidd fyrir dómara sökuð um að ætla að ræna annarri konu, Colleen Shipman.

Nowak taldi Shipman eiga í ástarsambandi við William Oefelein, ókvæntan geimfara sem Nowak segist sjálf vera töluvert skotin í.

Nowak ók 1500 kílómetra leið frá heimili sínu í Houston til Orlando þar sem hún mætti Shipman vopnuð loftbyssu og piparúða. Á leiðinni var Nowak í dulargerfi og með bleiu svo hún þyrfti ekki að nema staðar til að fara á salerni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×