Bréf til borgarstjóra vegna listformsins graffiti 7. febrúar 2007 05:00 Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar