Lífið

Britney snýr vörn í sókn

Britney getur undir venjulegum kringumstæðum ekki þverfótað fyrir ljósmyndurum sem umkringja hana
Britney getur undir venjulegum kringumstæðum ekki þverfótað fyrir ljósmyndurum sem umkringja hana MYND/Getty

Vandræðagemsinn Britney Spears hefur nú snúið vörn í sókn gegn paparazzi-ljósmyndurum sem elta hana á röndum. Síðastliðinn miðvikudag þegar þeir stóðu í hnapp límdir upp við rúðuna á mexíkóskum veitingastað í Los Angeles, þar sem Britney snæddi kvöldverð, kom hún þeim á óvart með því að taka upp eigin myndbandsupptökuvél og beina henni að þeim.

Söngkonan glotti og virtist sigri hrósandi þegar hún lét linsuna líða yfir hópinn og bætti um betur með því að herma eftir ljósmyndurunum með látbragði. „Þið eruð svo fallegir," sagði hún.

Uppátækið ýtir undir vangaveltur um að söngkonan vinni að gerð heimildarmyndar um líf sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.