Lífið

Oprah launahæsta sjónvarpsstjarnan

Oprah er með fjórfalt hærri laun en Jerry Seinfeld
Oprah er með fjórfalt hærri laun en Jerry Seinfeld MYND/Getty

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey er samkvæmt nýútkomnum lista Forbes tímaritsins launahæsta sjónvarpsstjarnan og þénar fjórfalt meira en sú næsta í röðinni. Á tímabilinu júní 2006 til júlí 2007 voru laun hennar samtals 260 milljónir Bandaríkjadala.

Næstur á eftir Opruh er grínistinn Jerry Seinfeld með um 60 milljónir dala og þar á eftir hinn beinskeytti American Idol dómari Simon Cowell með 45 milljónir dala. David Letterman er í fjórða sæti með 40 milljónir dala og Donald Trump og Jay Leno eru í fimmta og sjötta sæti með 32 milljónir. Dr Phil er í sjöunda sæti með 30 milljónir og Kiefer Sutherland rekur lestina á topp tíu listanum með 22 milljónir Bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.