Gröndalshús á heljarslóð? Opið bréf til borgarstjóra Jónína Óskarsdóttir skrifar 31. janúar 2007 05:30 Í bakgarði við Vesturgötu 16b leynist dýrgripur. Hann liggur ekki í alfaraleið og til þess að finna hann þarf að kíkja inn í undirgöng og þá blasir hann við; skemmtilegt og skrýtið hús. Þetta er Gröndalshús. Þarna bjó skáldið og náttúrufræðingurinn Benedikt Gröndal og þarna skrifaði hann meðal annars ævisögu sína Dægradvöl. Þar segir hann frá samferðamönnum og koma við sögu margir þekktustu Íslendingar 19. aldarinnar og eru sýndir í allt öðru ljósi en í skólabókarsögunni. Í þessu húsi eru ótæmandi möguleikar fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkur að tengja okkur og erlenda gesti okkar við söguna með bókmennta-, sagnfræði- og náttufræðidagskrá. Sögu Benedikts hér á landi má rekja um miðbæ Reykjavíkur og víðar. Ekki veit ég þó til þess að hann tengist Árbæjarhverfi á neinn hátt. Ástæða þessara hugleiðinga minna er að til stendur að flytja Gröndalshús á Árbæjarsafn! Gröndalshús sem er falin gersemi, leyndardómurinn í bakgarðinum sem ég uppgötvaði þegar ég bar út Alþýðublaðið á þessum slóðum sem barn. Til stendur að byggja stórhýsi bak við Gröndalshús og sá víðtæki misskilningur virðist ríkja að húsið sé fyrir í skipulagi. Eina vandamálið er að húsið er lóðarlaust og því þyrfti að semja við húseigendur framhússins um sanngjarna leigu fyrir umferð að húsinu. Mér skilst að hér í Reykjavík fari húsafriðun þannig fram að varðveislugildi einstakra húsa sé metið og sérstaklega valin hús síðan flutt á Árbæjarsafn ef þau eru talin vera fyrir í skipulagi. Ég spyr, hvers konar skipulag er það sem tekur ekki tillit til húsa eins og Gröndalshúss? Hvað er borg án bakgarða og þeirra leyndardóma sem þeim fylgja? Mér finnst þetta eins og að henda út ómetanlegum ættargrip fyrir Ikeasófa og hver sér ekki eftir því? Árbæjarsafn er barn síns tíma frá því við vorum nýrík og skömmuðumst okkar fyrir timburhjallana. Þá hefur það líklega orðið ýmsum húsum til „lífs" að þeim var bjargað frá eyðileggingu og niðurrifi með því að flytja þau á safnið. Nú eru allt aðrir tímar! Hver gæti til dæmis hugsað sér að vera án Grjótaþorpsins og Bernhöftstorfunnar? Gröndalshús verður að fá að standa. Ég skora á þig, Vilhjálmur borgarstjóri, að taka upp veskið og sjá um að myndarlega verði staðið að viðhaldi og notkun hússins á sínum stað. Það er viðeigandi gjöf til Reykvíkinga í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns í ár og gæti verið fyrsta skrefið í breyttu hlutverki safnsins að gera því kleift að viðhalda gömlum húsum í sínu rétta umhverfi. Ég kom við á Árbæjarsafni um jólin og var þá að reyna að lýsa því fyrir dóttur minni að þarna væri ÍR-húsið sem stóð við Túngötuna vestur í bæ þar sem ég var í leikfimi og dansi þegar ég var í Öldugötuskólanum og þarna við hliðina væri prófessorsbústaðurinn innan af Kleppi sem var austur í bæ þegar ég vann þar fyrir 20 árum. Þarna stóðu húsin hlið við hlið rétt eins og þau væru rammvillt og dóttir mín var engu nær. Við þurfum að gæta þess sem við eigum eftir af menningarsögu í miðbænum okkar eins og sjáaldurs augna okkar. Vilhjálmur, Dagur, Svandís, Ólafur F. og Björn Ingi og þið öll sem hafið með stjórn borgarinnar að gera hvar í flokki sem þið standið; nú bið ég ykkur að taka höndum saman og stöðva væntanlegan flutning Gröndalshúss og frekara niðurrif gamla miðbæjarins. Reykvíkingar, Íslendingar, þetta er höfuðborgin okkar allra. Látið frá ykkur heyra ef ykkur stendur ekki á sama! Bregðumst við! Borgir með sögu laða að og ef við litumst um í gömlu höfuðborginni okkar, Kaupmannahöfn, þá er sagan eitt af því sem gerir hana aðlaðandi; sagan sem maður skynjar þar á hverju götuhorni. Við höfum tækifæri til að vernda sögu Reykjavíkur eða rífa og glata. Torfusamtökin eru nú vöknuð aftur og héldu fjölmennan fund fyrir skömmu í Iðnó þar sem á annað hundrað manns gengu í samtökin. Þar flutti Pétur Ármannsson arkitekt athyglisvert erindi þar sem hann lagði áherslu á að verndun byggingararfsins þurfi ekki að stangast á við uppbyggingu í borginni því „verndun er uppbygging". Höfundur er bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Í bakgarði við Vesturgötu 16b leynist dýrgripur. Hann liggur ekki í alfaraleið og til þess að finna hann þarf að kíkja inn í undirgöng og þá blasir hann við; skemmtilegt og skrýtið hús. Þetta er Gröndalshús. Þarna bjó skáldið og náttúrufræðingurinn Benedikt Gröndal og þarna skrifaði hann meðal annars ævisögu sína Dægradvöl. Þar segir hann frá samferðamönnum og koma við sögu margir þekktustu Íslendingar 19. aldarinnar og eru sýndir í allt öðru ljósi en í skólabókarsögunni. Í þessu húsi eru ótæmandi möguleikar fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkur að tengja okkur og erlenda gesti okkar við söguna með bókmennta-, sagnfræði- og náttufræðidagskrá. Sögu Benedikts hér á landi má rekja um miðbæ Reykjavíkur og víðar. Ekki veit ég þó til þess að hann tengist Árbæjarhverfi á neinn hátt. Ástæða þessara hugleiðinga minna er að til stendur að flytja Gröndalshús á Árbæjarsafn! Gröndalshús sem er falin gersemi, leyndardómurinn í bakgarðinum sem ég uppgötvaði þegar ég bar út Alþýðublaðið á þessum slóðum sem barn. Til stendur að byggja stórhýsi bak við Gröndalshús og sá víðtæki misskilningur virðist ríkja að húsið sé fyrir í skipulagi. Eina vandamálið er að húsið er lóðarlaust og því þyrfti að semja við húseigendur framhússins um sanngjarna leigu fyrir umferð að húsinu. Mér skilst að hér í Reykjavík fari húsafriðun þannig fram að varðveislugildi einstakra húsa sé metið og sérstaklega valin hús síðan flutt á Árbæjarsafn ef þau eru talin vera fyrir í skipulagi. Ég spyr, hvers konar skipulag er það sem tekur ekki tillit til húsa eins og Gröndalshúss? Hvað er borg án bakgarða og þeirra leyndardóma sem þeim fylgja? Mér finnst þetta eins og að henda út ómetanlegum ættargrip fyrir Ikeasófa og hver sér ekki eftir því? Árbæjarsafn er barn síns tíma frá því við vorum nýrík og skömmuðumst okkar fyrir timburhjallana. Þá hefur það líklega orðið ýmsum húsum til „lífs" að þeim var bjargað frá eyðileggingu og niðurrifi með því að flytja þau á safnið. Nú eru allt aðrir tímar! Hver gæti til dæmis hugsað sér að vera án Grjótaþorpsins og Bernhöftstorfunnar? Gröndalshús verður að fá að standa. Ég skora á þig, Vilhjálmur borgarstjóri, að taka upp veskið og sjá um að myndarlega verði staðið að viðhaldi og notkun hússins á sínum stað. Það er viðeigandi gjöf til Reykvíkinga í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns í ár og gæti verið fyrsta skrefið í breyttu hlutverki safnsins að gera því kleift að viðhalda gömlum húsum í sínu rétta umhverfi. Ég kom við á Árbæjarsafni um jólin og var þá að reyna að lýsa því fyrir dóttur minni að þarna væri ÍR-húsið sem stóð við Túngötuna vestur í bæ þar sem ég var í leikfimi og dansi þegar ég var í Öldugötuskólanum og þarna við hliðina væri prófessorsbústaðurinn innan af Kleppi sem var austur í bæ þegar ég vann þar fyrir 20 árum. Þarna stóðu húsin hlið við hlið rétt eins og þau væru rammvillt og dóttir mín var engu nær. Við þurfum að gæta þess sem við eigum eftir af menningarsögu í miðbænum okkar eins og sjáaldurs augna okkar. Vilhjálmur, Dagur, Svandís, Ólafur F. og Björn Ingi og þið öll sem hafið með stjórn borgarinnar að gera hvar í flokki sem þið standið; nú bið ég ykkur að taka höndum saman og stöðva væntanlegan flutning Gröndalshúss og frekara niðurrif gamla miðbæjarins. Reykvíkingar, Íslendingar, þetta er höfuðborgin okkar allra. Látið frá ykkur heyra ef ykkur stendur ekki á sama! Bregðumst við! Borgir með sögu laða að og ef við litumst um í gömlu höfuðborginni okkar, Kaupmannahöfn, þá er sagan eitt af því sem gerir hana aðlaðandi; sagan sem maður skynjar þar á hverju götuhorni. Við höfum tækifæri til að vernda sögu Reykjavíkur eða rífa og glata. Torfusamtökin eru nú vöknuð aftur og héldu fjölmennan fund fyrir skömmu í Iðnó þar sem á annað hundrað manns gengu í samtökin. Þar flutti Pétur Ármannsson arkitekt athyglisvert erindi þar sem hann lagði áherslu á að verndun byggingararfsins þurfi ekki að stangast á við uppbyggingu í borginni því „verndun er uppbygging". Höfundur er bókavörður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar