Gröndalshús á heljarslóð? Opið bréf til borgarstjóra Jónína Óskarsdóttir skrifar 31. janúar 2007 05:30 Í bakgarði við Vesturgötu 16b leynist dýrgripur. Hann liggur ekki í alfaraleið og til þess að finna hann þarf að kíkja inn í undirgöng og þá blasir hann við; skemmtilegt og skrýtið hús. Þetta er Gröndalshús. Þarna bjó skáldið og náttúrufræðingurinn Benedikt Gröndal og þarna skrifaði hann meðal annars ævisögu sína Dægradvöl. Þar segir hann frá samferðamönnum og koma við sögu margir þekktustu Íslendingar 19. aldarinnar og eru sýndir í allt öðru ljósi en í skólabókarsögunni. Í þessu húsi eru ótæmandi möguleikar fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkur að tengja okkur og erlenda gesti okkar við söguna með bókmennta-, sagnfræði- og náttufræðidagskrá. Sögu Benedikts hér á landi má rekja um miðbæ Reykjavíkur og víðar. Ekki veit ég þó til þess að hann tengist Árbæjarhverfi á neinn hátt. Ástæða þessara hugleiðinga minna er að til stendur að flytja Gröndalshús á Árbæjarsafn! Gröndalshús sem er falin gersemi, leyndardómurinn í bakgarðinum sem ég uppgötvaði þegar ég bar út Alþýðublaðið á þessum slóðum sem barn. Til stendur að byggja stórhýsi bak við Gröndalshús og sá víðtæki misskilningur virðist ríkja að húsið sé fyrir í skipulagi. Eina vandamálið er að húsið er lóðarlaust og því þyrfti að semja við húseigendur framhússins um sanngjarna leigu fyrir umferð að húsinu. Mér skilst að hér í Reykjavík fari húsafriðun þannig fram að varðveislugildi einstakra húsa sé metið og sérstaklega valin hús síðan flutt á Árbæjarsafn ef þau eru talin vera fyrir í skipulagi. Ég spyr, hvers konar skipulag er það sem tekur ekki tillit til húsa eins og Gröndalshúss? Hvað er borg án bakgarða og þeirra leyndardóma sem þeim fylgja? Mér finnst þetta eins og að henda út ómetanlegum ættargrip fyrir Ikeasófa og hver sér ekki eftir því? Árbæjarsafn er barn síns tíma frá því við vorum nýrík og skömmuðumst okkar fyrir timburhjallana. Þá hefur það líklega orðið ýmsum húsum til „lífs" að þeim var bjargað frá eyðileggingu og niðurrifi með því að flytja þau á safnið. Nú eru allt aðrir tímar! Hver gæti til dæmis hugsað sér að vera án Grjótaþorpsins og Bernhöftstorfunnar? Gröndalshús verður að fá að standa. Ég skora á þig, Vilhjálmur borgarstjóri, að taka upp veskið og sjá um að myndarlega verði staðið að viðhaldi og notkun hússins á sínum stað. Það er viðeigandi gjöf til Reykvíkinga í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns í ár og gæti verið fyrsta skrefið í breyttu hlutverki safnsins að gera því kleift að viðhalda gömlum húsum í sínu rétta umhverfi. Ég kom við á Árbæjarsafni um jólin og var þá að reyna að lýsa því fyrir dóttur minni að þarna væri ÍR-húsið sem stóð við Túngötuna vestur í bæ þar sem ég var í leikfimi og dansi þegar ég var í Öldugötuskólanum og þarna við hliðina væri prófessorsbústaðurinn innan af Kleppi sem var austur í bæ þegar ég vann þar fyrir 20 árum. Þarna stóðu húsin hlið við hlið rétt eins og þau væru rammvillt og dóttir mín var engu nær. Við þurfum að gæta þess sem við eigum eftir af menningarsögu í miðbænum okkar eins og sjáaldurs augna okkar. Vilhjálmur, Dagur, Svandís, Ólafur F. og Björn Ingi og þið öll sem hafið með stjórn borgarinnar að gera hvar í flokki sem þið standið; nú bið ég ykkur að taka höndum saman og stöðva væntanlegan flutning Gröndalshúss og frekara niðurrif gamla miðbæjarins. Reykvíkingar, Íslendingar, þetta er höfuðborgin okkar allra. Látið frá ykkur heyra ef ykkur stendur ekki á sama! Bregðumst við! Borgir með sögu laða að og ef við litumst um í gömlu höfuðborginni okkar, Kaupmannahöfn, þá er sagan eitt af því sem gerir hana aðlaðandi; sagan sem maður skynjar þar á hverju götuhorni. Við höfum tækifæri til að vernda sögu Reykjavíkur eða rífa og glata. Torfusamtökin eru nú vöknuð aftur og héldu fjölmennan fund fyrir skömmu í Iðnó þar sem á annað hundrað manns gengu í samtökin. Þar flutti Pétur Ármannsson arkitekt athyglisvert erindi þar sem hann lagði áherslu á að verndun byggingararfsins þurfi ekki að stangast á við uppbyggingu í borginni því „verndun er uppbygging". Höfundur er bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í bakgarði við Vesturgötu 16b leynist dýrgripur. Hann liggur ekki í alfaraleið og til þess að finna hann þarf að kíkja inn í undirgöng og þá blasir hann við; skemmtilegt og skrýtið hús. Þetta er Gröndalshús. Þarna bjó skáldið og náttúrufræðingurinn Benedikt Gröndal og þarna skrifaði hann meðal annars ævisögu sína Dægradvöl. Þar segir hann frá samferðamönnum og koma við sögu margir þekktustu Íslendingar 19. aldarinnar og eru sýndir í allt öðru ljósi en í skólabókarsögunni. Í þessu húsi eru ótæmandi möguleikar fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkur að tengja okkur og erlenda gesti okkar við söguna með bókmennta-, sagnfræði- og náttufræðidagskrá. Sögu Benedikts hér á landi má rekja um miðbæ Reykjavíkur og víðar. Ekki veit ég þó til þess að hann tengist Árbæjarhverfi á neinn hátt. Ástæða þessara hugleiðinga minna er að til stendur að flytja Gröndalshús á Árbæjarsafn! Gröndalshús sem er falin gersemi, leyndardómurinn í bakgarðinum sem ég uppgötvaði þegar ég bar út Alþýðublaðið á þessum slóðum sem barn. Til stendur að byggja stórhýsi bak við Gröndalshús og sá víðtæki misskilningur virðist ríkja að húsið sé fyrir í skipulagi. Eina vandamálið er að húsið er lóðarlaust og því þyrfti að semja við húseigendur framhússins um sanngjarna leigu fyrir umferð að húsinu. Mér skilst að hér í Reykjavík fari húsafriðun þannig fram að varðveislugildi einstakra húsa sé metið og sérstaklega valin hús síðan flutt á Árbæjarsafn ef þau eru talin vera fyrir í skipulagi. Ég spyr, hvers konar skipulag er það sem tekur ekki tillit til húsa eins og Gröndalshúss? Hvað er borg án bakgarða og þeirra leyndardóma sem þeim fylgja? Mér finnst þetta eins og að henda út ómetanlegum ættargrip fyrir Ikeasófa og hver sér ekki eftir því? Árbæjarsafn er barn síns tíma frá því við vorum nýrík og skömmuðumst okkar fyrir timburhjallana. Þá hefur það líklega orðið ýmsum húsum til „lífs" að þeim var bjargað frá eyðileggingu og niðurrifi með því að flytja þau á safnið. Nú eru allt aðrir tímar! Hver gæti til dæmis hugsað sér að vera án Grjótaþorpsins og Bernhöftstorfunnar? Gröndalshús verður að fá að standa. Ég skora á þig, Vilhjálmur borgarstjóri, að taka upp veskið og sjá um að myndarlega verði staðið að viðhaldi og notkun hússins á sínum stað. Það er viðeigandi gjöf til Reykvíkinga í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns í ár og gæti verið fyrsta skrefið í breyttu hlutverki safnsins að gera því kleift að viðhalda gömlum húsum í sínu rétta umhverfi. Ég kom við á Árbæjarsafni um jólin og var þá að reyna að lýsa því fyrir dóttur minni að þarna væri ÍR-húsið sem stóð við Túngötuna vestur í bæ þar sem ég var í leikfimi og dansi þegar ég var í Öldugötuskólanum og þarna við hliðina væri prófessorsbústaðurinn innan af Kleppi sem var austur í bæ þegar ég vann þar fyrir 20 árum. Þarna stóðu húsin hlið við hlið rétt eins og þau væru rammvillt og dóttir mín var engu nær. Við þurfum að gæta þess sem við eigum eftir af menningarsögu í miðbænum okkar eins og sjáaldurs augna okkar. Vilhjálmur, Dagur, Svandís, Ólafur F. og Björn Ingi og þið öll sem hafið með stjórn borgarinnar að gera hvar í flokki sem þið standið; nú bið ég ykkur að taka höndum saman og stöðva væntanlegan flutning Gröndalshúss og frekara niðurrif gamla miðbæjarins. Reykvíkingar, Íslendingar, þetta er höfuðborgin okkar allra. Látið frá ykkur heyra ef ykkur stendur ekki á sama! Bregðumst við! Borgir með sögu laða að og ef við litumst um í gömlu höfuðborginni okkar, Kaupmannahöfn, þá er sagan eitt af því sem gerir hana aðlaðandi; sagan sem maður skynjar þar á hverju götuhorni. Við höfum tækifæri til að vernda sögu Reykjavíkur eða rífa og glata. Torfusamtökin eru nú vöknuð aftur og héldu fjölmennan fund fyrir skömmu í Iðnó þar sem á annað hundrað manns gengu í samtökin. Þar flutti Pétur Ármannsson arkitekt athyglisvert erindi þar sem hann lagði áherslu á að verndun byggingararfsins þurfi ekki að stangast á við uppbyggingu í borginni því „verndun er uppbygging". Höfundur er bókavörður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun