Lækkar verð á kjöti? 23. janúar 2007 06:00 Allt frá því að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til að lækka matvælaverð hafa staðið deilur um hve mikið matvæli lækka í verði vegna þessara aðgerða. Þetta er ekki síst vegna boðaðrar lækkunar á tollum á kjöti um 40%. Einnig koma til nýgerðir samningar stjórnvalda og Evrópusambandsins um að heimilt verði að flytja hingað inn takmarkað magn af kjöti frá löndum sambandsins án tolla. En mun verð á kjöti lækka vegna þessa, ekki er vanþörf á því, m.a. vegna mikilla hækkana á kjöti tvö síðustu ár? Tollar á innflutt kjöt eru mjög háir og hafa talsmenn Neytendasamtakanna alltaf nefnt þá með réttu ofurtolla. Það er ljóst að 40% lækkun ofurtollanna hefur enga þýðingu fyrir neytendur. Þeir verða áfram allt of háir til að innflutningur á kjöti lækki verð á því. En hvað þá með nýja samninginn við Evrópusambandið? Í fyrsta lagi er um óverulegt magn að ræða miðað við neyslu kjöts hér á landi eða um 2%. Í öðru lagi verður þessi innflutningur boðinn út og þeir sem bjóða hæst fá þennan innflutning. Hafa ber í huga að verð á kvótum hefur farið hækkandi. Auk þess er ástæða til að ætla að ef eitthvað er þá verði boðið enn hærra í þessa kvóta heldur en gert er í kvótana sem nú eru fluttir inn á lágum tollum. Því þarf að grípa til mun róttækari breytinga en hér hafa verið nefndar ef það á að skila neytendum ávinningi. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í lok september sl. var m.a. lagt til að tollar og innflutningskvótar á kjúklinga- og svínakjöti yrðu lagðir af og innflutningur gefinn frjáls, svo fremi að innfluttu vörurnar uppfylli eðlilegar heilbrigðiskröfur. Bent var á að fákeppni ríki í framleiðslu á þessum vörum sem í eðli sínu er verksmiðjuframleiðsla, auk þess sem innflutt fóður er stærsti kostnaðarliðurinn. Jafnframt verði tryggt að verð á öllum aðföngum til þessara greina verði sambærilegt við það sem er í nágrannalöndunum, þar á meðal verð á kjarnfóðri, sem er mun dýrara en í nágrannalöndunum vegna fákeppni. Með þessu myndi verð á svína- og kjúklingakjöti lækka verulega, en samhliða myndi þetta hafa áhrif á verð vara sem keppa við þessar kjöttegundir, þar á meðal annað kjöt og fisk. Þetta væru kjarabætur sem heimilin myndi muna mikið um. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Allt frá því að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til að lækka matvælaverð hafa staðið deilur um hve mikið matvæli lækka í verði vegna þessara aðgerða. Þetta er ekki síst vegna boðaðrar lækkunar á tollum á kjöti um 40%. Einnig koma til nýgerðir samningar stjórnvalda og Evrópusambandsins um að heimilt verði að flytja hingað inn takmarkað magn af kjöti frá löndum sambandsins án tolla. En mun verð á kjöti lækka vegna þessa, ekki er vanþörf á því, m.a. vegna mikilla hækkana á kjöti tvö síðustu ár? Tollar á innflutt kjöt eru mjög háir og hafa talsmenn Neytendasamtakanna alltaf nefnt þá með réttu ofurtolla. Það er ljóst að 40% lækkun ofurtollanna hefur enga þýðingu fyrir neytendur. Þeir verða áfram allt of háir til að innflutningur á kjöti lækki verð á því. En hvað þá með nýja samninginn við Evrópusambandið? Í fyrsta lagi er um óverulegt magn að ræða miðað við neyslu kjöts hér á landi eða um 2%. Í öðru lagi verður þessi innflutningur boðinn út og þeir sem bjóða hæst fá þennan innflutning. Hafa ber í huga að verð á kvótum hefur farið hækkandi. Auk þess er ástæða til að ætla að ef eitthvað er þá verði boðið enn hærra í þessa kvóta heldur en gert er í kvótana sem nú eru fluttir inn á lágum tollum. Því þarf að grípa til mun róttækari breytinga en hér hafa verið nefndar ef það á að skila neytendum ávinningi. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í lok september sl. var m.a. lagt til að tollar og innflutningskvótar á kjúklinga- og svínakjöti yrðu lagðir af og innflutningur gefinn frjáls, svo fremi að innfluttu vörurnar uppfylli eðlilegar heilbrigðiskröfur. Bent var á að fákeppni ríki í framleiðslu á þessum vörum sem í eðli sínu er verksmiðjuframleiðsla, auk þess sem innflutt fóður er stærsti kostnaðarliðurinn. Jafnframt verði tryggt að verð á öllum aðföngum til þessara greina verði sambærilegt við það sem er í nágrannalöndunum, þar á meðal verð á kjarnfóðri, sem er mun dýrara en í nágrannalöndunum vegna fákeppni. Með þessu myndi verð á svína- og kjúklingakjöti lækka verulega, en samhliða myndi þetta hafa áhrif á verð vara sem keppa við þessar kjöttegundir, þar á meðal annað kjöt og fisk. Þetta væru kjarabætur sem heimilin myndi muna mikið um. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun