Lækkar verð á kjöti? 23. janúar 2007 06:00 Allt frá því að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til að lækka matvælaverð hafa staðið deilur um hve mikið matvæli lækka í verði vegna þessara aðgerða. Þetta er ekki síst vegna boðaðrar lækkunar á tollum á kjöti um 40%. Einnig koma til nýgerðir samningar stjórnvalda og Evrópusambandsins um að heimilt verði að flytja hingað inn takmarkað magn af kjöti frá löndum sambandsins án tolla. En mun verð á kjöti lækka vegna þessa, ekki er vanþörf á því, m.a. vegna mikilla hækkana á kjöti tvö síðustu ár? Tollar á innflutt kjöt eru mjög háir og hafa talsmenn Neytendasamtakanna alltaf nefnt þá með réttu ofurtolla. Það er ljóst að 40% lækkun ofurtollanna hefur enga þýðingu fyrir neytendur. Þeir verða áfram allt of háir til að innflutningur á kjöti lækki verð á því. En hvað þá með nýja samninginn við Evrópusambandið? Í fyrsta lagi er um óverulegt magn að ræða miðað við neyslu kjöts hér á landi eða um 2%. Í öðru lagi verður þessi innflutningur boðinn út og þeir sem bjóða hæst fá þennan innflutning. Hafa ber í huga að verð á kvótum hefur farið hækkandi. Auk þess er ástæða til að ætla að ef eitthvað er þá verði boðið enn hærra í þessa kvóta heldur en gert er í kvótana sem nú eru fluttir inn á lágum tollum. Því þarf að grípa til mun róttækari breytinga en hér hafa verið nefndar ef það á að skila neytendum ávinningi. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í lok september sl. var m.a. lagt til að tollar og innflutningskvótar á kjúklinga- og svínakjöti yrðu lagðir af og innflutningur gefinn frjáls, svo fremi að innfluttu vörurnar uppfylli eðlilegar heilbrigðiskröfur. Bent var á að fákeppni ríki í framleiðslu á þessum vörum sem í eðli sínu er verksmiðjuframleiðsla, auk þess sem innflutt fóður er stærsti kostnaðarliðurinn. Jafnframt verði tryggt að verð á öllum aðföngum til þessara greina verði sambærilegt við það sem er í nágrannalöndunum, þar á meðal verð á kjarnfóðri, sem er mun dýrara en í nágrannalöndunum vegna fákeppni. Með þessu myndi verð á svína- og kjúklingakjöti lækka verulega, en samhliða myndi þetta hafa áhrif á verð vara sem keppa við þessar kjöttegundir, þar á meðal annað kjöt og fisk. Þetta væru kjarabætur sem heimilin myndi muna mikið um. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Allt frá því að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til að lækka matvælaverð hafa staðið deilur um hve mikið matvæli lækka í verði vegna þessara aðgerða. Þetta er ekki síst vegna boðaðrar lækkunar á tollum á kjöti um 40%. Einnig koma til nýgerðir samningar stjórnvalda og Evrópusambandsins um að heimilt verði að flytja hingað inn takmarkað magn af kjöti frá löndum sambandsins án tolla. En mun verð á kjöti lækka vegna þessa, ekki er vanþörf á því, m.a. vegna mikilla hækkana á kjöti tvö síðustu ár? Tollar á innflutt kjöt eru mjög háir og hafa talsmenn Neytendasamtakanna alltaf nefnt þá með réttu ofurtolla. Það er ljóst að 40% lækkun ofurtollanna hefur enga þýðingu fyrir neytendur. Þeir verða áfram allt of háir til að innflutningur á kjöti lækki verð á því. En hvað þá með nýja samninginn við Evrópusambandið? Í fyrsta lagi er um óverulegt magn að ræða miðað við neyslu kjöts hér á landi eða um 2%. Í öðru lagi verður þessi innflutningur boðinn út og þeir sem bjóða hæst fá þennan innflutning. Hafa ber í huga að verð á kvótum hefur farið hækkandi. Auk þess er ástæða til að ætla að ef eitthvað er þá verði boðið enn hærra í þessa kvóta heldur en gert er í kvótana sem nú eru fluttir inn á lágum tollum. Því þarf að grípa til mun róttækari breytinga en hér hafa verið nefndar ef það á að skila neytendum ávinningi. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í lok september sl. var m.a. lagt til að tollar og innflutningskvótar á kjúklinga- og svínakjöti yrðu lagðir af og innflutningur gefinn frjáls, svo fremi að innfluttu vörurnar uppfylli eðlilegar heilbrigðiskröfur. Bent var á að fákeppni ríki í framleiðslu á þessum vörum sem í eðli sínu er verksmiðjuframleiðsla, auk þess sem innflutt fóður er stærsti kostnaðarliðurinn. Jafnframt verði tryggt að verð á öllum aðföngum til þessara greina verði sambærilegt við það sem er í nágrannalöndunum, þar á meðal verð á kjarnfóðri, sem er mun dýrara en í nágrannalöndunum vegna fákeppni. Með þessu myndi verð á svína- og kjúklingakjöti lækka verulega, en samhliða myndi þetta hafa áhrif á verð vara sem keppa við þessar kjöttegundir, þar á meðal annað kjöt og fisk. Þetta væru kjarabætur sem heimilin myndi muna mikið um. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar