Ásælni ríkisstjórnarinnar í þinglýstar jarðir bænda Atli Gíslason skrifar 18. janúar 2007 00:01 Á árinu 1998 setti Alþingi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Tilgangur þjóðlendulaganna var og er að eyða réttaróvissu og koma lögsögu- og skipulagsmálum á hreint á miðhálendinu. Um þetta markmið held ég að flestir geti verið sammála. Lögin eru hins vegar um margt gölluð, meðal annars um þær veigalitlu skorður sem ríkinu eru settar varðandi meðferð og vörslur þjóðlendna. Ríkisstjórnum fyrir hönd ríkisins er í lófa lagið að fórna þjóðlendum á altari áframhaldandi stóriðju- og landeyðingar-stefnu í þágu erlendra auðhringja. Þá skortir á að lögin taki af skarið um réttindi almennings til aðgangs og afnota af þjóðlendum. Margt fleira mætti nefna sem kallar á ítarlegri umfjöllun en stutt blaðagrein leyfir. Framkvæmd laganna hefur verið með nokkrum ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin hefur farið offari í ásælni sinni eftir landsvæðum og jafnvel hafnað þinglýstum heimildum landeigenda eða vefengt þær. Kröfugerð ríkisstjórnar framsóknarsjálfstæðisflokksins hefur auk þess ekki takmarkast við miðhálendið heldur náð til svæða í byggð og til sjávar. Loks hefur kröfugerðarnefnd ríkisstjórnarinnar gert harkalegar sönnunarkröfur til bænda og annarra jarðeigenda og krafist þess að allur minnsti vafi verði túlkaður ríkinu í hag. Svo langt er seilst að ríkisstjórnin virðist ætlast til að landeigendur sanni eignarrétt sinn að landi, landsréttindum og hlunnindum jafnvel þótt staðfest landamerki liggi fyrir. Þannig var fyrstu kröfugerð og málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar gagnvart jörðum í Árnessýslu háttað. Þeim ofurásælniskröfum ríkisstjórnarinnar hafnaði Hæstiréttur. Þrátt fyrir það hefur framsóknarsjálfstæðis ríkisstjórnin höggvið í sama knérunn og opinberað harðan ásetning sinn í málinu. Harðdrægni ríkisstjórnarinnar er slík, að fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, gerir kröfu til þess að fá til baka landsvæði sem ríkið seldi einstaklingum seint á nítjándu öldinni og á þeirri tuttugustu. Nú síðast beinir ríkisstjórnin ofurkröfum sínum að jörðinni Reykjahlíð í Mývatnssveit og virðist ætla sér að eyða þeirri viðurkenndu söguskoðun að jörðin sé sú landmesta á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin er sökuð um mannréttindabrot. Því fer fjarri að þjóðlendulögin áskilji að ríkisstjórnin fari fram með því offorsi sem raun ber vitni. Þvert á móti er ríkisstjórninni skylt að gæta meðalhófs, sýna sanngirni og starfa í anda góðra stjórnsýsluhátta. Hér þarf ekki lagabreytingu til, eingöngu breytta ríkisstjórnarstefnu, að fjármálaráðherra gefi kröfugerðarnefnd sinni fyrirmæli um að gæta hófs og virða þinglýstar eignarheimildir og staðfest landamerki og túlka vafa landeigendum í hag. Og tryggi að bændur og aðrir jarðeigendur verði ekki fyrir fjárhagslegum skakkaföllum, eins og raunin hefur orðið, þegar ríkisstjórnin sækir að þeim með ofurefli og illa ígrunduðum málatilbúnaði þvert á það sem talinn var tilgangur þjóðlendulaga. Það er einnig rétt að halda því til haga að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir þegar á árinu 2000 að kröfugerðarnefnd fjármálaráðherra hafi gengið í allt aðra átt en ætlunin var með lögunum og ekki hafi verið unnið í anda þeirra. Landbúnaðarráðherra hefur annað hvort verið borinn ofurliði annarra ráðherra eða engar aðgerðir hafa fylgt orðum hans og fleiri stjórnarliða. Málið kallar á öflugt brautargengi VG í komandi alþingiskosningum og stjórnarskipti. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi við alþingiskosningarnar vorið 2007. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á árinu 1998 setti Alþingi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Tilgangur þjóðlendulaganna var og er að eyða réttaróvissu og koma lögsögu- og skipulagsmálum á hreint á miðhálendinu. Um þetta markmið held ég að flestir geti verið sammála. Lögin eru hins vegar um margt gölluð, meðal annars um þær veigalitlu skorður sem ríkinu eru settar varðandi meðferð og vörslur þjóðlendna. Ríkisstjórnum fyrir hönd ríkisins er í lófa lagið að fórna þjóðlendum á altari áframhaldandi stóriðju- og landeyðingar-stefnu í þágu erlendra auðhringja. Þá skortir á að lögin taki af skarið um réttindi almennings til aðgangs og afnota af þjóðlendum. Margt fleira mætti nefna sem kallar á ítarlegri umfjöllun en stutt blaðagrein leyfir. Framkvæmd laganna hefur verið með nokkrum ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin hefur farið offari í ásælni sinni eftir landsvæðum og jafnvel hafnað þinglýstum heimildum landeigenda eða vefengt þær. Kröfugerð ríkisstjórnar framsóknarsjálfstæðisflokksins hefur auk þess ekki takmarkast við miðhálendið heldur náð til svæða í byggð og til sjávar. Loks hefur kröfugerðarnefnd ríkisstjórnarinnar gert harkalegar sönnunarkröfur til bænda og annarra jarðeigenda og krafist þess að allur minnsti vafi verði túlkaður ríkinu í hag. Svo langt er seilst að ríkisstjórnin virðist ætlast til að landeigendur sanni eignarrétt sinn að landi, landsréttindum og hlunnindum jafnvel þótt staðfest landamerki liggi fyrir. Þannig var fyrstu kröfugerð og málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar gagnvart jörðum í Árnessýslu háttað. Þeim ofurásælniskröfum ríkisstjórnarinnar hafnaði Hæstiréttur. Þrátt fyrir það hefur framsóknarsjálfstæðis ríkisstjórnin höggvið í sama knérunn og opinberað harðan ásetning sinn í málinu. Harðdrægni ríkisstjórnarinnar er slík, að fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, gerir kröfu til þess að fá til baka landsvæði sem ríkið seldi einstaklingum seint á nítjándu öldinni og á þeirri tuttugustu. Nú síðast beinir ríkisstjórnin ofurkröfum sínum að jörðinni Reykjahlíð í Mývatnssveit og virðist ætla sér að eyða þeirri viðurkenndu söguskoðun að jörðin sé sú landmesta á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin er sökuð um mannréttindabrot. Því fer fjarri að þjóðlendulögin áskilji að ríkisstjórnin fari fram með því offorsi sem raun ber vitni. Þvert á móti er ríkisstjórninni skylt að gæta meðalhófs, sýna sanngirni og starfa í anda góðra stjórnsýsluhátta. Hér þarf ekki lagabreytingu til, eingöngu breytta ríkisstjórnarstefnu, að fjármálaráðherra gefi kröfugerðarnefnd sinni fyrirmæli um að gæta hófs og virða þinglýstar eignarheimildir og staðfest landamerki og túlka vafa landeigendum í hag. Og tryggi að bændur og aðrir jarðeigendur verði ekki fyrir fjárhagslegum skakkaföllum, eins og raunin hefur orðið, þegar ríkisstjórnin sækir að þeim með ofurefli og illa ígrunduðum málatilbúnaði þvert á það sem talinn var tilgangur þjóðlendulaga. Það er einnig rétt að halda því til haga að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir þegar á árinu 2000 að kröfugerðarnefnd fjármálaráðherra hafi gengið í allt aðra átt en ætlunin var með lögunum og ekki hafi verið unnið í anda þeirra. Landbúnaðarráðherra hefur annað hvort verið borinn ofurliði annarra ráðherra eða engar aðgerðir hafa fylgt orðum hans og fleiri stjórnarliða. Málið kallar á öflugt brautargengi VG í komandi alþingiskosningum og stjórnarskipti. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi við alþingiskosningarnar vorið 2007.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar