Lífið

Elísabet Englandsdrottning er partýljón

Elísabet Englandsdrottning gefur ekki neitt eftir á galeiðunni þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur.
Elísabet Englandsdrottning gefur ekki neitt eftir á galeiðunni þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur.

Elísabet Englandsdrottning gefur ekkert eftir í samkvæmislífinu þrátt fyrir að aldurinn sé farinn að færast yfir hana. Hún fagnar á morgun 60 ára brúðkaupsafmæli sínu og Filippusar prins.

Elísabet, sem er 81 árs, fagnar því með stæl og fjögurra daga stífu skemmtanahaldi. Á sunnudaginn var fjölskyldukvöldverður með Karli Bretaprinsi, sonum hans Vilhjálmi og Harry og Camillu konu hans. Í dag fór Elísabet í sérastaka guðþjónustu í Westminster Abbey þar sem hún og Filippus voru gefin saman og á morgun og miðvikudag taka við hátíðarhöld vegna brúðkaupsafmælsins.

Ekki er vitað hvað Elísabet tekur sér fyrir hendur þegar stífri partýdagskrá lýkur en líklegast munu þau hjónakorn hvíla lúin bein í Buckingham-höllinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.