Lífið

Fyrstu tvær kynningarnar í móðu

Allt í móðu hjá Matthildi þulu í fyrstu kynningunum.
Allt í móðu hjá Matthildi þulu í fyrstu kynningunum.

Matthildur Magnúsdóttir steig sín fyrstu skref í þulustarfinu hjá RÚV á laugardagskvöldið. Hún segist hafa verið hrikalega stressuð og man ekkert eftir tveimur fyrstu kynningunum.

"Ég var alveg hrikalega stressuð til að byrja með og fyrsta kynningin var rosalega erfið. Ég man ekki hvað ég kynnti fyrst. Það var eiginlega allt í móðu fyrstu tvær kynningarnar," segir Matthildur og hlær.

Hún var með hina þrautreyndu Evu Sólan sér til aðstoðar og segir Matthildur að hún hafi hjálpað sér mikið. "Það var gott að hafa hana. Ég held að þetta hafi gengið ljómandi vel. Yfirmenn mínir voru í það minnsta ánægðir með þetta," segir Matthildur.

Aðspurð hvort ekki sé erfitt að byrja á sjálfu laugardagskvöldi, aðalsjónvarpskvöldi landsmanna, segir Matthildur svo ekki vera. "Einhvers staðar verður maður að byrja," segir Matthildur sem prýðir skjáinn næst á fimmtudag miðað við vaktatöfluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.