Lífið

Richie búin að taka út fangelsisvist sína

MYND/Getty

Nicole Richie tók út örskamma fangelsisvist sína í gær en hún sat einungis inni í 82 mínútur. Hin ólétta Nicole hefur varla náð að taka upp úr töskum áður en henni var aftur sleppt lausri. Líklega er vinkona hennar Paris Hilton græn af öfund en hún þurfti að sitja mun lengur inni á dögunum.

Nicole var handtekin í Los Angeles í desember 2006 er hún ók á öfugum vegarhelmingi. Hún var ákærð fyrir ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Paris var dæmd fyrir að brjóta skilorð með því að keyra eftir að hafa misst bílprófið. Hún þurfti að dúsa í steininum í heila 23 daga.

Talsmaður lögreglu, John Hocking, greindi frá því er Richie var sleppt að þegar kona er dæmd í minna en 30 daga fangelsi er koma hennar í fangelsið bókuð, tekin eru fingraför og yfirleitt er henni sleppt innan 12 klukkustunda. Þetta á þó ekki við ef um ofbeldisbrot er að ræða. Hocking segir þetta vera almenna reglu og að Richie hafi ekki hlotið neina sérmeðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.