Lífið

Lindsay Lohan dæmd í eins dags fangelsi

Stúlkan mun eflaust taka sig vel út í fangabúningnum
Stúlkan mun eflaust taka sig vel út í fangabúningnum MYND/Getty

Örlög Lindsay Lohan eru ráðin. Hún hefur verið dæmd til að sitja einn dag í fangelsi auk þess að gegna tíu daga samfélagsþjónustu. Henni er einnig gert að klára áfengis- og fíkniefnameðferð sem hún er í um þessar mundir.

Lohan hlýtur dóminn fyrir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og kókaíns. Dómurinn er ekki þyngri en raun ber vitni þar sem Lohan var einungis búin að taka inn lítið magn af kókaíni þegar hún var handtekin.

Lindsay játaði brot sín fyrir rétti og sagði: "Það er ljóst að ég hef algerlega misst stjórn á lífi mínu vegna þess að ég er háð áfengi og fíkniefnum. Nýlega varð mér mikið á og gerði hluti sem ég skammast mín fyrir. Ég braut lögin og í dag tek ég ábyrgð á gjörðum mínum með því að lýsa yfir sekt minni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.