Lífið

Jordan vill líkjast nunnu

Jordan, eða Katie Price, ætlar að fara í leggangaþrengingu eftir að hafa fætt þrjú börn.
Jordan, eða Katie Price, ætlar að fara í leggangaþrengingu eftir að hafa fætt þrjú börn. nordicphotos/getty

Fáklædda fyrirsætan Katie Price, betur þekkt undir nafninu Jordan, hyggur á frekari lýtaaðgerðir. Hún hefur þegar gengist undir brjóstastækkun, brjóstalyftingu og fengið botox-sprautur, og áformar að láta lyfta brjóstum sínum á ný í desember.

Jordan er hins vegar með nýja aðgerð á prjónunum, en hún hyggst nú láta þrengja leggöng sín. „Þegar ég er búin mun ég vera eins og nunna,“ segir fyrirsætan í viðtali við Sunday Magazine. „Eftir að hafa fætt þrjú börn finn ég virkilegan mun,“ segir hún.

Jordan á börnin Harvey Daniel, með fótboltamanninum Dwight Yorke, og Junior Savva og Prinxess Tiáamii með söngvaranum Peter Andre.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.