Erlent

Gassprengja sprakk í Aþenu

Gassprengja sprakk fyrir utan skrifstofu íhaldsflokksins og pósthúss í Aþenu í morgun en enginn slasaðist. Líttþekktur hópur stjórnleysingjar hefur lýst ábyrgð á sprengjunni. Í síðustu viku var sprakk sprengja fyrir utan aðrar skrifstofu íhaldsflokksins og fyrir utan banka í Aþenu en enginn hefur lýst ábyrgð á því ódæði. Fjölmargir jaðarhópar fremja ódæði sem þessi fyrir utan húsnæði ríkisins og stjórnmálaflokka án þess að valda miklum skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×