Stjórnarskrárdeilu slegið á frest 16. júní 2006 05:30 Wolfgang Schuessel, kanslari austurríkis, og Jacques Chirac, forseti frakklands Þjóðarleiðtogarnir heilsast hér við upphaf leiðtogafundarins. MYND/AP Brussel Á tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær, liggur fyrir að ákveðið verði að framlengja um eitt ár til viðbótar "íhugunarhlé" það sem leiðtogarnir gáfu sér fyrir ári til að ræða hvað gera skyldi eftir að fullgilding stjórnarskrársáttmála sambandsins strandaði í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi. Með því að slá því þannig frekar á frest að ákveða hvað gera skuli í málinu er Frökkum og Hollendingum gefið færi á að fjalla um það upp á nýtt, enda fara fram þingkosningar í báðum löndum að ári og forsetakosningar að auki í Frakklandi. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist í gær óttast að eitt viðbótarár "íhugunar" kynni að verða tólf mánuðir skotgrafakarps um mál sem skipti sköpum fyrir framtíð sambandsins. Hann hvatti ESB-leiðtogana þess í stað til að nota næstu tólf mánuði til að beita sér með virkum hætti fyrir því að finna lausn á vandanum og sýna með því borgurunum að Evrópusambandið skipti þá máli og þeir skirrtust ekki við að finna svör við áhyggjuefnum þeirra. Barroso hvatti "öll stjórnmálaöfl í Evrópu til að vinna saman að því að komast út úr þessari núverandi "Evrópusvartsýni"." Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis sem nú er að ljúka ESB-formennskumisseri sínu, sagði við upphaf fundarins að hann vonaðist til að niðurstaða fengist í stjórnarskrármálið "í síðasta lagi á síðari helmingi ársins 2008". Hann gaf til kynna að hann vænti tillagna um málið frá Frökkum og Hollendingum á næstu mánuðum. Þar sem samkomulagi um stjórnarskrársáttmálann verður slegið á frest munu leiðtogarnir einbeita sér að öðrum málum, ekki síst því hvernig hægt sé að efla samstarf á tilteknum sviðum óháð því hvort nýi sáttmálinn taki gildi, og málefnum tengdum frekari stækkun sambandsins. Þar er fókusinn ekki síst á hæfni ESB til að taka fleiri ríki inn í sínar raðir. Óánægja meðal kjósenda í eldri aðildarríkjunum, ekki síst Frakklandi, með afleiðingar þess að taka fátæk og tiltölulega vanþróuð ríki inn í sambandið - ótti við straum ódýrs vinnuafls frá þessum löndum er dæmigerður fyrir slíka óánægju - hefur kallað á að leiðtogar ESB sýni að þeir taki þessi áhyggjuefni borgaranna alvarlega. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði við komu sína til Brussel að hann væri ánægður með að "borgaranáin" mál á borð við gegnsæi í ákvarðanatöku og orkumál yrðu ofarlega á dagskrá leiðtoganna að þessu sinni. Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Brussel Á tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær, liggur fyrir að ákveðið verði að framlengja um eitt ár til viðbótar "íhugunarhlé" það sem leiðtogarnir gáfu sér fyrir ári til að ræða hvað gera skyldi eftir að fullgilding stjórnarskrársáttmála sambandsins strandaði í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi. Með því að slá því þannig frekar á frest að ákveða hvað gera skuli í málinu er Frökkum og Hollendingum gefið færi á að fjalla um það upp á nýtt, enda fara fram þingkosningar í báðum löndum að ári og forsetakosningar að auki í Frakklandi. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist í gær óttast að eitt viðbótarár "íhugunar" kynni að verða tólf mánuðir skotgrafakarps um mál sem skipti sköpum fyrir framtíð sambandsins. Hann hvatti ESB-leiðtogana þess í stað til að nota næstu tólf mánuði til að beita sér með virkum hætti fyrir því að finna lausn á vandanum og sýna með því borgurunum að Evrópusambandið skipti þá máli og þeir skirrtust ekki við að finna svör við áhyggjuefnum þeirra. Barroso hvatti "öll stjórnmálaöfl í Evrópu til að vinna saman að því að komast út úr þessari núverandi "Evrópusvartsýni"." Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis sem nú er að ljúka ESB-formennskumisseri sínu, sagði við upphaf fundarins að hann vonaðist til að niðurstaða fengist í stjórnarskrármálið "í síðasta lagi á síðari helmingi ársins 2008". Hann gaf til kynna að hann vænti tillagna um málið frá Frökkum og Hollendingum á næstu mánuðum. Þar sem samkomulagi um stjórnarskrársáttmálann verður slegið á frest munu leiðtogarnir einbeita sér að öðrum málum, ekki síst því hvernig hægt sé að efla samstarf á tilteknum sviðum óháð því hvort nýi sáttmálinn taki gildi, og málefnum tengdum frekari stækkun sambandsins. Þar er fókusinn ekki síst á hæfni ESB til að taka fleiri ríki inn í sínar raðir. Óánægja meðal kjósenda í eldri aðildarríkjunum, ekki síst Frakklandi, með afleiðingar þess að taka fátæk og tiltölulega vanþróuð ríki inn í sambandið - ótti við straum ódýrs vinnuafls frá þessum löndum er dæmigerður fyrir slíka óánægju - hefur kallað á að leiðtogar ESB sýni að þeir taki þessi áhyggjuefni borgaranna alvarlega. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði við komu sína til Brussel að hann væri ánægður með að "borgaranáin" mál á borð við gegnsæi í ákvarðanatöku og orkumál yrðu ofarlega á dagskrá leiðtoganna að þessu sinni.
Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira