Innlent

Tveggja og hálfs árs fangelsi

Hæstiréttur Hæstiréttur staðfesti tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Stefáni Hjaltested Ófeigssyni.
Hæstiréttur Hæstiréttur staðfesti tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Stefáni Hjaltested Ófeigssyni. MYND/valli

Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Stefán var fundinn sekur um að hafa þrögvað stúlkunni til samræðis og annarra kynferðismaka.

Stúlkan lagði fram kæru á hendur Stefáni 23. mars síðastliðinnen Stefán framdi brot sitt gagnvart stúlkunni 27. nóvember 2004.

Um klukkan sex að morgni bauð Stefán tveimur stúlkum heim í íbúð sína en hann hafði hitt þær á skemmtistað í miðbænum. Hann bauð þeim upp á hvítvín á meðan þau spiluðu í stofunni hjá Stefáni.

Vinkona stúlkunnar sem Stefán braut á yfirgaf heimili Stefáns skömmu eftir að þær höfðu farið heim til hans.

Eftir þetta sagðist stúlkan muna gloppótt eftir atvikum. Hún sagðist þó hafa fundið fyrir sljóleika og grunað þá að Stefán hefði sett eitthvað út í hvítvínsglasið sem hún var að drekka úr.

Hún ætlaði þá að yfirgefa heimili Stefáns en hann greip þá í hana og kom fram vilja sínum.

Stefán neitaði staðfastlega sök í málinu en dómurinn mat það svo að það væri hafið yfir vafa að hann hefði gerst sekur um ófyrirleitið kynferðisbrot gagnvart stúlkunni. Líkamlegir áverkar stúlkunnar og trúverðugur framburður þóttu sýna að fram á sekt Stefáns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×