Erlent

Vísundar valda ringulreið

Loka þurfti hraðbraut í Montgomery sýslu í Bandaríkjunum í fyrradag vegna töluverðar umferðar vísunda. Þeir sluppu úr af lokuðu svæði snemma morguns og lögðu leið sína yfir nærliggjandi vegi og hraðbrautir.

Erfiðlega gekk að smala vísundum saman og koma þeim aftur til síns heima. Þeir eigruðu um og bitu gras í görðum fólks. Að lokum tókst að smala þeim öllum saman og voru vísundarnir þá reknir heim. Engan sakaði í atganginum, hvorki menn né vísunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×